Skorti vettvang fyrir konur í Breiðholtinu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. nóvember 2018 16:30 Frá æfingu kvennaliðsins. þórður einarsson Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið. Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira