Kjötframleiðslu engin vorkunn að samkeppni Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. nóvember 2018 08:00 Flutningsmaður segir frumvarpið lagt fram sem viðbragð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er algerlega fráleit tillaga. Við höfum talað fyrir því að samkeppnisundanþágur mjólkuriðnaðarins verði afnumdar. Þarna er verið að taka algerlega skakkan pól í hæðina að okkar mati. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að verðlagsþróunin hefur til dæmis verið hagstæðari þegar kemur að kjöt- en mjólkurvörum einmitt vegna þess að þar er meiri samkeppni og neytendur hafa notið þess,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um frumvarp tveggja þingkvenna Framsóknarflokksins. Í frumvarpinu leggja þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en sambærilegar undanþágur gilda um mjólkuriðnaðinn. Ólafur bendir á að íslenskur landbúnaður sé verndaður fyrir erlendri samkeppni með gríðarháum tollum. „Þegar tollkvótarnir sem samið var um við ESB eru að fullu komnir til framkvæmda er umfangið um átta til tíu prósent af innanlandsmarkaðnum eins og hann var á síðasta ári. Innlendri kjötframleiðslu er nú eiginlega engin vorkunn að standa af sér samkeppni sem er kannski um tíu prósent af markaðnum.“ Halla Signý segir frumvarpið fyrst og fremst lagt fram sem viðbrögð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. Því sé ekki ætlað að leysa öll vandamál greinarinnar en sé ein leið til þess. „Afkoman hefur verið slök og ein af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til úrbóta er að skoða afurðageirann. Það var 30 prósenta niðurskurður í afurðaverði til bænda á síðasta ári og þetta er enn að versna,“ segir Halla Signý. Hún segir að óskir hafi komið frá afurðastöðvunum um að geta unnið saman á ýmsum sviðum til þess að hagræða í rekstri. „Þær gætu sameinast eða gert samkomulag um verkaskiptingu en þannig værum við með stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Þetta skiptir líka gríðarlegu máli til dæmis þegar kemur að markaðssetningu erlendis.“ Þá bendir Halla Signý á að þróunin undanfarin misseri hafi verið sú að innflutningur hafi aukist umtalsvert. „Ef við ætlum okkur að ýta undir og halda utan um okkar góðu framleiðslu þá er þetta ein leiðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
„Þetta er algerlega fráleit tillaga. Við höfum talað fyrir því að samkeppnisundanþágur mjólkuriðnaðarins verði afnumdar. Þarna er verið að taka algerlega skakkan pól í hæðina að okkar mati. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að verðlagsþróunin hefur til dæmis verið hagstæðari þegar kemur að kjöt- en mjólkurvörum einmitt vegna þess að þar er meiri samkeppni og neytendur hafa notið þess,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um frumvarp tveggja þingkvenna Framsóknarflokksins. Í frumvarpinu leggja þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en sambærilegar undanþágur gilda um mjólkuriðnaðinn. Ólafur bendir á að íslenskur landbúnaður sé verndaður fyrir erlendri samkeppni með gríðarháum tollum. „Þegar tollkvótarnir sem samið var um við ESB eru að fullu komnir til framkvæmda er umfangið um átta til tíu prósent af innanlandsmarkaðnum eins og hann var á síðasta ári. Innlendri kjötframleiðslu er nú eiginlega engin vorkunn að standa af sér samkeppni sem er kannski um tíu prósent af markaðnum.“ Halla Signý segir frumvarpið fyrst og fremst lagt fram sem viðbrögð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. Því sé ekki ætlað að leysa öll vandamál greinarinnar en sé ein leið til þess. „Afkoman hefur verið slök og ein af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til úrbóta er að skoða afurðageirann. Það var 30 prósenta niðurskurður í afurðaverði til bænda á síðasta ári og þetta er enn að versna,“ segir Halla Signý. Hún segir að óskir hafi komið frá afurðastöðvunum um að geta unnið saman á ýmsum sviðum til þess að hagræða í rekstri. „Þær gætu sameinast eða gert samkomulag um verkaskiptingu en þannig værum við með stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Þetta skiptir líka gríðarlegu máli til dæmis þegar kemur að markaðssetningu erlendis.“ Þá bendir Halla Signý á að þróunin undanfarin misseri hafi verið sú að innflutningur hafi aukist umtalsvert. „Ef við ætlum okkur að ýta undir og halda utan um okkar góðu framleiðslu þá er þetta ein leiðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira