Megn ólykt frá skólpi sem stendur í pollum Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Aukinn fjöldi ferðamanna ástæða ástandsins í Skaftafelli. Fréttablaðið/Vilhelm Skólpkerfið í Skaftafelli er svo vanbúið ferðamannastraumnum að tæma þarf rotþrær á svæðinu með tveggja til þriggja vikna millibili. Hreinsun skólps frá aðalstöðvum þjóðgarðsins og snyrtihúsum þar við er stórlega ábótavant. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og lykt er af þeim. Hreinsun skólps frá húsum sem kallast Kot og Örninn er ábótavant og allmikil lykt er við enda lagna. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands en farið var í eftirlit á svæðinu þann 10. september. Krafa er um að lögð verði fram tímasett áætlun um framtíðarlausn allra fráveitumála í þjóðgarðinum fyrir 1. apríl næstkomandi, en jafnframt að tafarlaust verði gripið til aðgerða sem tryggja að skólp standi ekki í pollum innan þjóðgarðsins. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hægt að hefjast handa við úrbætur í samræmi við þessar athugasemdir. „Fráveitumál á svæðinu eru ekki í takt við þann fjölda ferðamanna sem heimsækir Skaftafell í dag. Stór hluti sértekna Vatnajökulsþjóðgarðs verður til í Skaftafelli, til þess að svo megi vera áfram, þarf að ráðast í stórfelldar framkvæmdir sem munu kosta hundruð milljóna,“ segir í fundargerð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna málsins. Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði, segir fjölgun ferðamanna valda þessu. Innviðirnir hafi ekki undan. „Miðað við það að við séum að nálgast milljón ferðamenn þurfum við að gera hér bragarbót. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það kostar en þetta er mikilvægt. Þegar við erum komin með þetta marga gesti á ári þá er þetta á við gott þorp á hverjum degi og því þurfum við að bæta þessa hluti,“ segir Björn. Talað er um að æskilegt sé að dæla upp úr rotþróm annað hvert ár og hefur þá niðurbrot orðið. Nú, þegar dæla þarf mjög ört upp úr rotþróm á svæðinu hefur ekkert niðurbrot orðið og því er verið að flytja í burtu hráskólp til meðhöndlunar með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er að úrbætur á svæðinu kosti vel á annað hundrað milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Skólpkerfið í Skaftafelli er svo vanbúið ferðamannastraumnum að tæma þarf rotþrær á svæðinu með tveggja til þriggja vikna millibili. Hreinsun skólps frá aðalstöðvum þjóðgarðsins og snyrtihúsum þar við er stórlega ábótavant. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og lykt er af þeim. Hreinsun skólps frá húsum sem kallast Kot og Örninn er ábótavant og allmikil lykt er við enda lagna. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands en farið var í eftirlit á svæðinu þann 10. september. Krafa er um að lögð verði fram tímasett áætlun um framtíðarlausn allra fráveitumála í þjóðgarðinum fyrir 1. apríl næstkomandi, en jafnframt að tafarlaust verði gripið til aðgerða sem tryggja að skólp standi ekki í pollum innan þjóðgarðsins. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hægt að hefjast handa við úrbætur í samræmi við þessar athugasemdir. „Fráveitumál á svæðinu eru ekki í takt við þann fjölda ferðamanna sem heimsækir Skaftafell í dag. Stór hluti sértekna Vatnajökulsþjóðgarðs verður til í Skaftafelli, til þess að svo megi vera áfram, þarf að ráðast í stórfelldar framkvæmdir sem munu kosta hundruð milljóna,“ segir í fundargerð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna málsins. Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði, segir fjölgun ferðamanna valda þessu. Innviðirnir hafi ekki undan. „Miðað við það að við séum að nálgast milljón ferðamenn þurfum við að gera hér bragarbót. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það kostar en þetta er mikilvægt. Þegar við erum komin með þetta marga gesti á ári þá er þetta á við gott þorp á hverjum degi og því þurfum við að bæta þessa hluti,“ segir Björn. Talað er um að æskilegt sé að dæla upp úr rotþróm annað hvert ár og hefur þá niðurbrot orðið. Nú, þegar dæla þarf mjög ört upp úr rotþróm á svæðinu hefur ekkert niðurbrot orðið og því er verið að flytja í burtu hráskólp til meðhöndlunar með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er að úrbætur á svæðinu kosti vel á annað hundrað milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00
Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15