Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2018 12:15 Þær svífa um loftin, tvær ástfangnar flugvélar. Vísir/Vilhelm Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. Staða íslensku flugfélaganna hafi lengi verið einn stærsti óvissuþátturinn hagkerfsins - „ og ef búið er að koma honum frá, með trúverðugum hætti, þá er hagkerfið náttúrulega á miklu betri stað,“ sagði Heiðar, sem var gestur Bítisins í morgun. Hann undirstrikar að Icelandair sé með sterkan hluthafahóp og áratuga reynslu af flugrekstri. Sé ætlunin að endurfjármagna þennan geira á Íslandi hafi yfirtaka Icelandair á WOW verið rétta leiðin til þess - en ekki einhver önnur. „Ég myndi segja nýjum forstjóra Icelandair [Boga Nils Bogasyni] til hróss að þetta er mjög mikið og þarft skref sem hann er að stíga.“ Hann segist þannig ekki hafa áhyggjur af því að Icelandair sé að taka yfir „brothætt flugfélag sem muni ríða þeim að fullu,“ eins og Bítismaðurinn Gunnlaugur Helgason orðaði það. „Nei, vegna þess að í þessu, eins og kom í ljós í skuldabréfaútboðinu sem WOW var með í lok sumars, að hagkvæmni WOW í rekstri var mjög mikil. Hins vegar var áskorunin ekki reksturinn - heldur fjármögnunin og Icelandair er mjög sterkt félag með mjög sterka hluthafa,“ segir Heiðar. Heiðari þykir að sama skapi hæpið að tala um að hér muni ríkja fákeppni í flugsamgöngum við sameiningu íslensku flugfélaganna. Hann minnir á að Icelandair og WOW hafi verið að keppa á alþjóðlegum, opnum markaði og að hingað fljúgi tugir annarra flugfélaga sem íslenskir neytendur geti verslað við.Þar að auki hafi flugfargjöld lækkað hratt á undanförnum árum, það sé jafnvel dýrara í dag að taka leigubíl til Keflavíkur en að fljúga mörg þúsund kílómetra fram og til baka. Hann segir því að það ætti ekki að vera neitt tiltökumál þó að flugfargjöld hækki um nokkur þúsund krónur samhliða hækkandi olíuverði. Sóknarfærin fyrir Íslendinga í hinum ört vaxandi ferðamannabransa eru því ekki falin í fjölda íslenskra flugfélaga að mati Heiðars. „Það eru alltaf að koma hingað fleiri og fleiri flugfélög. Við erum að sjá að Ísland er ekki bara áfangastaður. Ísland er í raun og veru millilendingarstaður og á meðan hvergi er verið að byggja flugvelli í hinum vestræna heimi og flugumferð yfir Atlantshafið eykst um 10 prósent á hverju ári að þá er okkar staða, hér við heimskautsbaug, alveg afskaplega góð til þess að þjóna sem tengistöð,“ segir Heiðar. „Það eru þeir farþegaflutningar sem hafa verið að aukast sem að tryggir það að við erum alltaf með opið land og við erum í samkeppni í flugsamgöngum,“ bætir hann við.Styrking tengistöðvar væri heillaskref Það er því mat Heiðars að það væri réttara að styrkja stöðu Íslands sem tengistöð, til að mynda með öðrum alþjóðaflugvelli eða frekari stækkun Keflavíkurflugvallar, fremur en að fjölga íslenskum flugfélögum. „Við höfum náttúrulega ekkert rosalega stóran vinnumarkað hérna. Hvað ætlum við að finna marga hæfa flugmenn á Íslandi? Hvað ætlum við að finna marga hæfa aðila til að vinna í þessum geira?“ spyr Heiðar. Hann bætir við að hinn alþjóðlegi fluggeiri sé að vaxa gríðarlega og nefnir því til stuðnings áætlanir sem gera ráð fyrir að það muni vanta mörg hundruð þúsund menntaða flugmenn á næstu árum. Þetta sé því vaxtargeiri sem engu að síður sé háður mörgum ytri áhrifum, eins og olíuverði sem lækkaði mikið frá árinu 2014. Olíuverð hefur hins vegar hækkað skarpt á síðustu misserum og er nú rúmlega tvöfalt hærra en það var í ársbyrjun 2016. Spjall Heiðars og stjórnenda Bítisins má heyra hér að ofan. Rétt er að taka fram að Heiðar er stjórnarformaður Sýnar, en Vísir er einmitt í eigu Sýnar. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Sjá meira
Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. Staða íslensku flugfélaganna hafi lengi verið einn stærsti óvissuþátturinn hagkerfsins - „ og ef búið er að koma honum frá, með trúverðugum hætti, þá er hagkerfið náttúrulega á miklu betri stað,“ sagði Heiðar, sem var gestur Bítisins í morgun. Hann undirstrikar að Icelandair sé með sterkan hluthafahóp og áratuga reynslu af flugrekstri. Sé ætlunin að endurfjármagna þennan geira á Íslandi hafi yfirtaka Icelandair á WOW verið rétta leiðin til þess - en ekki einhver önnur. „Ég myndi segja nýjum forstjóra Icelandair [Boga Nils Bogasyni] til hróss að þetta er mjög mikið og þarft skref sem hann er að stíga.“ Hann segist þannig ekki hafa áhyggjur af því að Icelandair sé að taka yfir „brothætt flugfélag sem muni ríða þeim að fullu,“ eins og Bítismaðurinn Gunnlaugur Helgason orðaði það. „Nei, vegna þess að í þessu, eins og kom í ljós í skuldabréfaútboðinu sem WOW var með í lok sumars, að hagkvæmni WOW í rekstri var mjög mikil. Hins vegar var áskorunin ekki reksturinn - heldur fjármögnunin og Icelandair er mjög sterkt félag með mjög sterka hluthafa,“ segir Heiðar. Heiðari þykir að sama skapi hæpið að tala um að hér muni ríkja fákeppni í flugsamgöngum við sameiningu íslensku flugfélaganna. Hann minnir á að Icelandair og WOW hafi verið að keppa á alþjóðlegum, opnum markaði og að hingað fljúgi tugir annarra flugfélaga sem íslenskir neytendur geti verslað við.Þar að auki hafi flugfargjöld lækkað hratt á undanförnum árum, það sé jafnvel dýrara í dag að taka leigubíl til Keflavíkur en að fljúga mörg þúsund kílómetra fram og til baka. Hann segir því að það ætti ekki að vera neitt tiltökumál þó að flugfargjöld hækki um nokkur þúsund krónur samhliða hækkandi olíuverði. Sóknarfærin fyrir Íslendinga í hinum ört vaxandi ferðamannabransa eru því ekki falin í fjölda íslenskra flugfélaga að mati Heiðars. „Það eru alltaf að koma hingað fleiri og fleiri flugfélög. Við erum að sjá að Ísland er ekki bara áfangastaður. Ísland er í raun og veru millilendingarstaður og á meðan hvergi er verið að byggja flugvelli í hinum vestræna heimi og flugumferð yfir Atlantshafið eykst um 10 prósent á hverju ári að þá er okkar staða, hér við heimskautsbaug, alveg afskaplega góð til þess að þjóna sem tengistöð,“ segir Heiðar. „Það eru þeir farþegaflutningar sem hafa verið að aukast sem að tryggir það að við erum alltaf með opið land og við erum í samkeppni í flugsamgöngum,“ bætir hann við.Styrking tengistöðvar væri heillaskref Það er því mat Heiðars að það væri réttara að styrkja stöðu Íslands sem tengistöð, til að mynda með öðrum alþjóðaflugvelli eða frekari stækkun Keflavíkurflugvallar, fremur en að fjölga íslenskum flugfélögum. „Við höfum náttúrulega ekkert rosalega stóran vinnumarkað hérna. Hvað ætlum við að finna marga hæfa flugmenn á Íslandi? Hvað ætlum við að finna marga hæfa aðila til að vinna í þessum geira?“ spyr Heiðar. Hann bætir við að hinn alþjóðlegi fluggeiri sé að vaxa gríðarlega og nefnir því til stuðnings áætlanir sem gera ráð fyrir að það muni vanta mörg hundruð þúsund menntaða flugmenn á næstu árum. Þetta sé því vaxtargeiri sem engu að síður sé háður mörgum ytri áhrifum, eins og olíuverði sem lækkaði mikið frá árinu 2014. Olíuverð hefur hins vegar hækkað skarpt á síðustu misserum og er nú rúmlega tvöfalt hærra en það var í ársbyrjun 2016. Spjall Heiðars og stjórnenda Bítisins má heyra hér að ofan. Rétt er að taka fram að Heiðar er stjórnarformaður Sýnar, en Vísir er einmitt í eigu Sýnar.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Sjá meira
Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15