Innlent

Kröfu Ólafs hafnað af Hæstarétti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ólafur var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur fyrir markaðsmisnotkun í máli sem tengdist sjeiknum al-Thani af Katar.
Ólafur var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur fyrir markaðsmisnotkun í máli sem tengdist sjeiknum al-Thani af Katar. Vísir/Vilhelm
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, þess efnis að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Landsréttur hafði áður hafnað sömu kröfu.

Ólafur höfðaði mál gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur en krafa hans um að Vilhjálmur víki sæti í málinu byggði meðal annars á vinskap Vilhjálms við fyrrverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigubjörnssonar, sem dæmdi í al-Thani-málinu.

Þá hafi sonur Vilhjálms, Finnur Vilhjálmsson, gert svonefnda Hauck & Aufhäuser-skýslu um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í henni hafi verið fjallað um þátt Ólafs í kaupum á bankanum. Auk þess hafi annar sonur Vilhjálms, Ingi Freyr Vilhjálmsson, skrifað fjölda frétta um Ólaf í gegnum tíðina.

Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að kynni Markúsar og Vilhjálms væru talin hefðbundin fyrir kunningsskap samferðarmanna á sviði lögfræði og ekki þess eðlis að með réttu megi draga í efa hæfni Vilhjálms til að fara með málið. Þá teldist skýrsla Finns ekki tengjast atvikum málsins og auk þess sem skrif Inga Freys væru ekki þess eðlis að þau hefðu áhrif á hæfi föður hans til þess að dæma í málinu.

Kærði Ólafur þessari niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær og staðfesti úrskurð Landsréttar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×