Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Birgir Olgeirsson skrifar 6. nóvember 2018 15:30 Skúli Mogensen fór ótroðnar slóðir í markaðssetningu sinni á WOW Air og uppskar vel að mati Andrésar Jónssonar almannatengils. Mikil tortryggni ríkti í garð WOW Air þegar félagið kom fyrst inn á markað á Íslandi árið 2011. Félagið vann sig upp í áliti hjá þjóðinni eftir því sem á leið og virtist almenningsálitið hafa orðið hærra á félaginu þegar fyrirtækið var orðið einn af stærstu vinnustöðum landsins. Þetta segir fyrrverandi upplýsingafulltrúi flugfélagsins sem starfaði hjá WOW fyrstu mánuðina. Icelandair greiddi því sem samsvarar um tvo milljarða króna fyrir flugfélagið WOW Air í gær. WOW Air fór jómfrúarflug sitt til Parísar 31. maí árið 2012 en í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express, sem var lággjaldaflugfélag og ferðaskrifstofa sem í rekstri í um tíu ár. Félagið var lagt niður árið 2012 eftir að WOW tók fyrir flugleiðakerfi Iceland Express.Ári síðar fékk WOW Air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Stofnandi flugfélagsins, Skúli Mogensen, hafði selt tæknifyrirtækið Oz til finnska tæknirisans Nokia árið 2008. Skúli bjó í Kanada í sjö ár og byggði þar upp OZ eftir að hafa keypt það af Landsbankanum. Í Klinkinu árið 2012 lýsti Skúli, klæddur í WOW-leðurjakka, því að hann hefði selt fyrirtækið til Nokia sömu helgi og allt hrundi á Íslandi árið 2008.WOW Air og fjölgun ferðamanna Skúli var sagður hafa flutt ígildi um átta milljarða króna til Íslands í kjölfar sölunnar og stofnað fljótlega eftir það WOW Air en hann fjárfesti einnig í MP banka, Securitas og Advania. Segja má að WOW Air hafi verið stofnað á besta tíma, eftir á að hyggja hið minnsta. Nánast í blábyrjun þess ferðamannauppgangs sem Íslendingar hafa kynnst undanfarin ár. Á árunum 2009 og 2010 hafði fjöldi ferðamanna á Íslandi dregist saman en árið 2011 fjölgaði þeim um 15,7 prósent, fóru úr 488 þúsund í 565 þúsund. Aukningin var 18,9 prósent árið 2012. Gangur WOW Air er nánast samofinn þessum uppgangi í ferðaþjónustunni. Árið 2013 flaug WOW Air með 400 þúsund gesti, milljónasti gesturinn flaug með félaginu í lok árs 2014 en árið 2017 flugu 2,8 milljónir gesta með WOW Air.Gerðu grín að Skúla í upphafi Andrés Jónsson almannatengill starfaði sem upplýsingafulltrúi WOW Air á fyrstu sex mánuðum félagsins, eða frá því tilkynnt var um að rekstur þess og þar til fyrstu flugmiðarnir fóru í sölu. Hann segist muna vel eftir því hvernig álitið var á WOW Air á fyrstu starfsárum félagsins. „Það var ekki mikil trú á þessu, bæði hjá almenningi og sérstaklega í viðskiptalífinu,“ segir Andrés.Andrés Jónsson, almannatengill.VísirIcelandair var risinn á íslenska markaðinum sem beitti aflsmunum sínum og WOW minnimáttar framan af. „Menn töldu að Skúli hefði ávaxtað þessum átta milljörðum illa með því að setja þá í WOW Air,“ segir Andrés en bætir við að þær raddir breyttust eftir því sem á leið. „En það var mikið um úrtöluraddir og mikið verið að gera grín að honum í pistlum viðskiptablaða. Óðinn, pistlahöfundur Viðskiptablaðsins, skrifaði oftar en einu sinni hvað þetta væri vonlaust.“Búningar flugfreyja WOW Air vöktu strax mikla athygli.Upplifa að þau hafi verið hluti af einhverju sérstöku Um 1.500 manns starfa hjá WOW Air í dag, sem gerir félagið að einum af fjölmennustu vinnustöðum landsins. „Íslendingar voru svolítið á bremsunni gagnvart þessu og það var ekki fyrr en hann var liggur við kominn með hálfa þjóðina í vinnu sem fólk fór að hafa trú á þessu,“ segir Andrés. Andrés bendir á að snemma í morgun hafi Skúli breytt um Prófíl-mynd á Facebook-síðunni sinni þar sem mátti sjá hann í flugstjórnarklefa WOW Air. Andrés segir marga af lykilstarfsmönnum WOW Air hafa gert slíkt hið sama, birt einhverskonar stemnings-mynd af sér með WOW-tengingu. Hafa myndirnar verið taggaðar #wowair og margir skrifað við þær: Lengi lifi WOW Air. „Þau upplifa sterkt að þau hafi verið partur af einhverju sérstöku og það virðist ekki vera mikil biturð. Allavega ekki miðað við þetta.“Utangarðsmaður sem er aðeins of stór fyrir Ísland Andrés bendir á að Skúli sé öðruvísi týpa en margir, utangarðsmaður í viðskiptalífinu. „Einn af þessum sem er aðeins of stór fyrir Ísland,“ segir Andrés. Hann vill meina að Skúla hefði gengið mun betur að fá tiltrú á félagið erlendis en hér heima. „Eitthvað af þessu var plögg en hann var góður að koma sér í viðtöl í stórum miðlum og hann var alltaf að hugsa mjög stórt. Það er oft með frumkvöðla að þeir þurfa að hafa mikinn drifkraft og taka sénsa.“Stolt yfir að hafa skapað eitthvað einstakt Spurður hvort hann telji að þetta hafi verið besta niðurstaðan fyrir Skúla, að Icelandair kaupi fyrirtækið, úr því sem komið var, segir Andrés að það megi alltaf ræða um hvort einhverjir hafi keypt eða selt á réttum eða röngum tíma. „Stórgræddu eða koma út á sléttu eða töpuðu. Ég held hins vegar að ástæðan fyrir því að Skúli ákvað þetta á endanum er að hann er búinn að leggja mikið í uppbygginguna og hann langar örugglega að geta horft til baka eftir fimm eða tíu ár og sagt að þetta sé ennþá hér og skipti máli. Það er mjög algengt hjá frumkvöðlum. Það er stolt yfir því að hafa búið eitthvað til sem lifði þá. Og það er algengt að frumkvöðlar fái ekki að uppskera það sem þeir sáðu.“Það var oftar en ekki stutt í grínið hjá starfsfólki WOW.Skemmtilegheitin sköpuðu sérstöðu Margir muna vafalaust eftir því að á fyrstu árum WOW Air átti upplifun viðskiptavina að vera skemmtilegri hjá WOW Air en hjá öðrum flugfélögum. Mikið var lagt upp úr léttu gríni og flippi og segir Andrés það hafa verið komið frá Skúla sjálfum. Á síðustu árum voru skemmtilegheitin sköluð niður en Andrés segir þetta yfirbragð hins vegar hafa skapað félaginu sérstöðu á markaði sem vakti athygli. Það hafi orðið þess jafnvel valdandi að fólk sóttist frekar eftir vinnu hjá WOW. Hann segir að þegar upp er staðið megi þakka Skúla og WOW Air fyrir margt, sér í lagi samkeppni á íslenska flugmarkaðinum sem varð þess valdandi að verð á flugmiðum lækkaði mikið. Það hafi gert Íslendingum kleift að sjá heiminn á ódýran máta. Með WOW Air náði Skúli Mogensen að búa til vörumerki sem fólk tók eftir, og ekki bara á Íslandi. Margir erlendis hafi frétt af þessum nýju og ódýru flugleiðum yfir Atlantshafið í gegnum WOW Air og það sé meira en bara að leigja flugvél og setja sæti á sölu.Hér fyrir neðan má sjá eina af fyrstu WOW-sjónvarpsauglýsingunum sem var sýnd hér á landi. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Mikil tortryggni ríkti í garð WOW Air þegar félagið kom fyrst inn á markað á Íslandi árið 2011. Félagið vann sig upp í áliti hjá þjóðinni eftir því sem á leið og virtist almenningsálitið hafa orðið hærra á félaginu þegar fyrirtækið var orðið einn af stærstu vinnustöðum landsins. Þetta segir fyrrverandi upplýsingafulltrúi flugfélagsins sem starfaði hjá WOW fyrstu mánuðina. Icelandair greiddi því sem samsvarar um tvo milljarða króna fyrir flugfélagið WOW Air í gær. WOW Air fór jómfrúarflug sitt til Parísar 31. maí árið 2012 en í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express, sem var lággjaldaflugfélag og ferðaskrifstofa sem í rekstri í um tíu ár. Félagið var lagt niður árið 2012 eftir að WOW tók fyrir flugleiðakerfi Iceland Express.Ári síðar fékk WOW Air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Stofnandi flugfélagsins, Skúli Mogensen, hafði selt tæknifyrirtækið Oz til finnska tæknirisans Nokia árið 2008. Skúli bjó í Kanada í sjö ár og byggði þar upp OZ eftir að hafa keypt það af Landsbankanum. Í Klinkinu árið 2012 lýsti Skúli, klæddur í WOW-leðurjakka, því að hann hefði selt fyrirtækið til Nokia sömu helgi og allt hrundi á Íslandi árið 2008.WOW Air og fjölgun ferðamanna Skúli var sagður hafa flutt ígildi um átta milljarða króna til Íslands í kjölfar sölunnar og stofnað fljótlega eftir það WOW Air en hann fjárfesti einnig í MP banka, Securitas og Advania. Segja má að WOW Air hafi verið stofnað á besta tíma, eftir á að hyggja hið minnsta. Nánast í blábyrjun þess ferðamannauppgangs sem Íslendingar hafa kynnst undanfarin ár. Á árunum 2009 og 2010 hafði fjöldi ferðamanna á Íslandi dregist saman en árið 2011 fjölgaði þeim um 15,7 prósent, fóru úr 488 þúsund í 565 þúsund. Aukningin var 18,9 prósent árið 2012. Gangur WOW Air er nánast samofinn þessum uppgangi í ferðaþjónustunni. Árið 2013 flaug WOW Air með 400 þúsund gesti, milljónasti gesturinn flaug með félaginu í lok árs 2014 en árið 2017 flugu 2,8 milljónir gesta með WOW Air.Gerðu grín að Skúla í upphafi Andrés Jónsson almannatengill starfaði sem upplýsingafulltrúi WOW Air á fyrstu sex mánuðum félagsins, eða frá því tilkynnt var um að rekstur þess og þar til fyrstu flugmiðarnir fóru í sölu. Hann segist muna vel eftir því hvernig álitið var á WOW Air á fyrstu starfsárum félagsins. „Það var ekki mikil trú á þessu, bæði hjá almenningi og sérstaklega í viðskiptalífinu,“ segir Andrés.Andrés Jónsson, almannatengill.VísirIcelandair var risinn á íslenska markaðinum sem beitti aflsmunum sínum og WOW minnimáttar framan af. „Menn töldu að Skúli hefði ávaxtað þessum átta milljörðum illa með því að setja þá í WOW Air,“ segir Andrés en bætir við að þær raddir breyttust eftir því sem á leið. „En það var mikið um úrtöluraddir og mikið verið að gera grín að honum í pistlum viðskiptablaða. Óðinn, pistlahöfundur Viðskiptablaðsins, skrifaði oftar en einu sinni hvað þetta væri vonlaust.“Búningar flugfreyja WOW Air vöktu strax mikla athygli.Upplifa að þau hafi verið hluti af einhverju sérstöku Um 1.500 manns starfa hjá WOW Air í dag, sem gerir félagið að einum af fjölmennustu vinnustöðum landsins. „Íslendingar voru svolítið á bremsunni gagnvart þessu og það var ekki fyrr en hann var liggur við kominn með hálfa þjóðina í vinnu sem fólk fór að hafa trú á þessu,“ segir Andrés. Andrés bendir á að snemma í morgun hafi Skúli breytt um Prófíl-mynd á Facebook-síðunni sinni þar sem mátti sjá hann í flugstjórnarklefa WOW Air. Andrés segir marga af lykilstarfsmönnum WOW Air hafa gert slíkt hið sama, birt einhverskonar stemnings-mynd af sér með WOW-tengingu. Hafa myndirnar verið taggaðar #wowair og margir skrifað við þær: Lengi lifi WOW Air. „Þau upplifa sterkt að þau hafi verið partur af einhverju sérstöku og það virðist ekki vera mikil biturð. Allavega ekki miðað við þetta.“Utangarðsmaður sem er aðeins of stór fyrir Ísland Andrés bendir á að Skúli sé öðruvísi týpa en margir, utangarðsmaður í viðskiptalífinu. „Einn af þessum sem er aðeins of stór fyrir Ísland,“ segir Andrés. Hann vill meina að Skúla hefði gengið mun betur að fá tiltrú á félagið erlendis en hér heima. „Eitthvað af þessu var plögg en hann var góður að koma sér í viðtöl í stórum miðlum og hann var alltaf að hugsa mjög stórt. Það er oft með frumkvöðla að þeir þurfa að hafa mikinn drifkraft og taka sénsa.“Stolt yfir að hafa skapað eitthvað einstakt Spurður hvort hann telji að þetta hafi verið besta niðurstaðan fyrir Skúla, að Icelandair kaupi fyrirtækið, úr því sem komið var, segir Andrés að það megi alltaf ræða um hvort einhverjir hafi keypt eða selt á réttum eða röngum tíma. „Stórgræddu eða koma út á sléttu eða töpuðu. Ég held hins vegar að ástæðan fyrir því að Skúli ákvað þetta á endanum er að hann er búinn að leggja mikið í uppbygginguna og hann langar örugglega að geta horft til baka eftir fimm eða tíu ár og sagt að þetta sé ennþá hér og skipti máli. Það er mjög algengt hjá frumkvöðlum. Það er stolt yfir því að hafa búið eitthvað til sem lifði þá. Og það er algengt að frumkvöðlar fái ekki að uppskera það sem þeir sáðu.“Það var oftar en ekki stutt í grínið hjá starfsfólki WOW.Skemmtilegheitin sköpuðu sérstöðu Margir muna vafalaust eftir því að á fyrstu árum WOW Air átti upplifun viðskiptavina að vera skemmtilegri hjá WOW Air en hjá öðrum flugfélögum. Mikið var lagt upp úr léttu gríni og flippi og segir Andrés það hafa verið komið frá Skúla sjálfum. Á síðustu árum voru skemmtilegheitin sköluð niður en Andrés segir þetta yfirbragð hins vegar hafa skapað félaginu sérstöðu á markaði sem vakti athygli. Það hafi orðið þess jafnvel valdandi að fólk sóttist frekar eftir vinnu hjá WOW. Hann segir að þegar upp er staðið megi þakka Skúla og WOW Air fyrir margt, sér í lagi samkeppni á íslenska flugmarkaðinum sem varð þess valdandi að verð á flugmiðum lækkaði mikið. Það hafi gert Íslendingum kleift að sjá heiminn á ódýran máta. Með WOW Air náði Skúli Mogensen að búa til vörumerki sem fólk tók eftir, og ekki bara á Íslandi. Margir erlendis hafi frétt af þessum nýju og ódýru flugleiðum yfir Atlantshafið í gegnum WOW Air og það sé meira en bara að leigja flugvél og setja sæti á sölu.Hér fyrir neðan má sjá eina af fyrstu WOW-sjónvarpsauglýsingunum sem var sýnd hér á landi.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15
Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15