Meira um rétt og kjör aldraðra Óli Stefáns Runólfsson skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Öldruðum sem fá laun frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun ríkisins er gert að greiða tekjuskatt þó samanlögð laun þeirra nái ekki upphæð sem talið er að þurfi til eðlilegs lífsviðurværis. Þá er þeim einnig meinað að rétta hlut sinn með vinnu, sem hefðu til þess getu, því þá skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun. Það ætti ekki að skattleggja tekjur sem ná ekki upphæð til lífsviðurværis. Aldraðir með há eftirlaun gætu unnið án skerðingar. Það á ekki að refsa þeim sem fá greitt frá Tryggingastofnun fyrir að hafa ekki komist á „jötuna“ og fengið há eftirlaun í ellinni. Í stað þess eru þeir hnepptir í fátækt og „nútímaþrælatök“. Inga Sæland skrifaði pistil nýlega, þar sem fram kom að Flokkur fólksins hefði lagt fram frumvarp á Alþingi til afnáms skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna, en frumvarpið ekki fengið afgreiðslu úr nefnd þingsins. Frumvarpinu fylgdi skýrsla Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings þar sem fram kom að ríkissjóður mundi hagnast á að afnema frítekjumarkið. Hvers vegna skyldu stjórnvöld vilja viðhalda þessu óréttlæti? Ráða þar sérhagsmunir, græðgi og „mannvonska“? Getur verið að mikil auðsöfnun umfram þarfir sé fíkn, sem þarf að meðhöndla sem sjúkdóm? Breyti ráðamenn þjóðarinnar ekki afstöðu sinni og rétti hlut aldraðra í launum, og þeirra sem njóta ekki eftirlauna en fá laun frá Tryggingastofnun ríkisins, þarf að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort brotið er á rétti þeirra, og þá einnig gagnvart greinum í stjórnarskránni um jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öldruðum sem fá laun frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun ríkisins er gert að greiða tekjuskatt þó samanlögð laun þeirra nái ekki upphæð sem talið er að þurfi til eðlilegs lífsviðurværis. Þá er þeim einnig meinað að rétta hlut sinn með vinnu, sem hefðu til þess getu, því þá skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun. Það ætti ekki að skattleggja tekjur sem ná ekki upphæð til lífsviðurværis. Aldraðir með há eftirlaun gætu unnið án skerðingar. Það á ekki að refsa þeim sem fá greitt frá Tryggingastofnun fyrir að hafa ekki komist á „jötuna“ og fengið há eftirlaun í ellinni. Í stað þess eru þeir hnepptir í fátækt og „nútímaþrælatök“. Inga Sæland skrifaði pistil nýlega, þar sem fram kom að Flokkur fólksins hefði lagt fram frumvarp á Alþingi til afnáms skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna, en frumvarpið ekki fengið afgreiðslu úr nefnd þingsins. Frumvarpinu fylgdi skýrsla Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings þar sem fram kom að ríkissjóður mundi hagnast á að afnema frítekjumarkið. Hvers vegna skyldu stjórnvöld vilja viðhalda þessu óréttlæti? Ráða þar sérhagsmunir, græðgi og „mannvonska“? Getur verið að mikil auðsöfnun umfram þarfir sé fíkn, sem þarf að meðhöndla sem sjúkdóm? Breyti ráðamenn þjóðarinnar ekki afstöðu sinni og rétti hlut aldraðra í launum, og þeirra sem njóta ekki eftirlauna en fá laun frá Tryggingastofnun ríkisins, þarf að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort brotið er á rétti þeirra, og þá einnig gagnvart greinum í stjórnarskránni um jafnrétti.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar