Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 19:00 Nokkrir ferðamannanna virðast hrasa þegar aldan skellur á þeim. Engan sakaði þó í umræddu atviki, að sögn Instagram-notandans sem birti myndbandið. Instagram/Erica Mengouchian Litlu mátti muna að ferðamenn færu í sjóinn við Reynisfjöru á dögunum í miklum öldugangi. Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. Óvíst er hvenær myndbandið er tekið en það var birt á Instagram-reikningi ljósmyndarans Ericu Mengouchian fyrir þremur dögum. Í því sést fjöldi ferðamanna virða fyrir sér brimið í Reynisfjöru. Nokkrir þeirra ná ekki að forða sér áður en stór alda skellur á þeim og í lok myndbandsins sést að viðstaddir taka á rás undan sjónum og upp með ströndinni. Engin slys virðast þó hafa orðið á fólki, ef marka má textann sem Mengouchian skrifaði við myndbandið. „Brjálaðar öldur/veður! Þetta land er enginn brandari og þetta fólk veitir viðvörunarskiltunum ekki athygli. Sem betur fer komust allir aftur á land heilu og höldnu,“ skrifar Mengouchian við myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan. Fréttastofa hefur sent Mengouchian fyrirspurn vegna málsins.Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. View this post on InstagramWAIT FOR IT... insane waves/weather! This place is no joke and these people don’t pay attention to the warning signs. Thankfully everyone got back up safely and they are ok. #Iceland #blacksandbeach A post shared by Erica Mengouchian (@erica_mengouchian) on Nov 3, 2018 at 6:09am PDT Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Algengt að fararstjórar hafi ekki þekkingu á staðarháttum Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. 1. apríl 2018 13:19 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Umferðaröngþveiti við Reynisfjöru Í dag myndaðist mikil röð bíla við þjóðveginn en Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. 28. júní 2017 15:44 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Litlu mátti muna að ferðamenn færu í sjóinn við Reynisfjöru á dögunum í miklum öldugangi. Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. Óvíst er hvenær myndbandið er tekið en það var birt á Instagram-reikningi ljósmyndarans Ericu Mengouchian fyrir þremur dögum. Í því sést fjöldi ferðamanna virða fyrir sér brimið í Reynisfjöru. Nokkrir þeirra ná ekki að forða sér áður en stór alda skellur á þeim og í lok myndbandsins sést að viðstaddir taka á rás undan sjónum og upp með ströndinni. Engin slys virðast þó hafa orðið á fólki, ef marka má textann sem Mengouchian skrifaði við myndbandið. „Brjálaðar öldur/veður! Þetta land er enginn brandari og þetta fólk veitir viðvörunarskiltunum ekki athygli. Sem betur fer komust allir aftur á land heilu og höldnu,“ skrifar Mengouchian við myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan. Fréttastofa hefur sent Mengouchian fyrirspurn vegna málsins.Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. View this post on InstagramWAIT FOR IT... insane waves/weather! This place is no joke and these people don’t pay attention to the warning signs. Thankfully everyone got back up safely and they are ok. #Iceland #blacksandbeach A post shared by Erica Mengouchian (@erica_mengouchian) on Nov 3, 2018 at 6:09am PDT
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Algengt að fararstjórar hafi ekki þekkingu á staðarháttum Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. 1. apríl 2018 13:19 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Umferðaröngþveiti við Reynisfjöru Í dag myndaðist mikil röð bíla við þjóðveginn en Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. 28. júní 2017 15:44 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09
Algengt að fararstjórar hafi ekki þekkingu á staðarháttum Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. 1. apríl 2018 13:19
Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15
Umferðaröngþveiti við Reynisfjöru Í dag myndaðist mikil röð bíla við þjóðveginn en Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. 28. júní 2017 15:44