Reykjavík rekin með afgangi en skuldasöfnunin gagnrýnd Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. nóvember 2018 08:00 Gert er ráð fyrir hluta Borgarlínu í fjárhagsætluninni. Fréttablaðið/Anton Brink „Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
„Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?