Reykjavík rekin með afgangi en skuldasöfnunin gagnrýnd Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. nóvember 2018 08:00 Gert er ráð fyrir hluta Borgarlínu í fjárhagsætluninni. Fréttablaðið/Anton Brink „Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira