Reykjavík rekin með afgangi en skuldasöfnunin gagnrýnd Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. nóvember 2018 08:00 Gert er ráð fyrir hluta Borgarlínu í fjárhagsætluninni. Fréttablaðið/Anton Brink „Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira