Loftræstikerfið ærði starfsfólk Seðlabanka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. nóvember 2018 06:15 Starfsmenn bankans kvarta ekki lengur yfir hávaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Seðlabanki Íslands keypti nýverið hljóðdempandi heyrnartól fyrir rétt um hundrað starfsmenn bankans en um vinnuverndaraðgerð var að ræða. Kostnaður við innkaupin nam um 3,8 milljónum króna. Forsaga innkaupanna er nokkur. Undanfarin ár hefur opnum vinnurýmum í bankanum verið fjölgað og nú er svo komið að um sjötíu prósent starfsmanna starfa í slíkum rýmum. Rýmum sem þessum fylgir oft aukinn hávaði og truflun í tengslum við störf fólks í kring og þá hefur komið í ljós að hljóðmengun frá loftræstikerfi hússins hefur aukist við breytingarnar. Starfsstöðvar SÍ við Kalkofnsveg 1 eru þannig gerðar að þar eru ekki opnanlegir gluggar. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að vorið 2017 hafi verið gerð könnun meðal starfsmanna þar sem í ljós kom að 42 prósent þeirra voru óánægð með loftgæði í húsinu. Meðal annars var kvartað yfir þungu lofti, hávaða frá loftræstikerfi, matarlykt frá eldhúsi og óþef af gólfteppum.Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ svarinu er einnig tilgreint að í kjölfar könnunarinnar hafi verið leitað ráða um hvað væri hægt til bragðs að taka til að bæta úr stöðu mála. Loftgæði voru mæld í tvígang og gripið til aðgerða til að bæta stýringu á hita í húsinu, loftræsting frá eldhúsi bætt og meira púður lagt í hreinsun gólfteppa. „Til að bregðast við ábendingum um aukinn hávaða, einkum frá loftræstikerfum í opnum vinnurýmum, var ákveðið að starfsmenn sem þess óskuðu gætu fengið hljóðdempandi heyrnartól til notkunar á starfsstöðvum sem meðal annars er hægt að tengja við síma,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans. Hjá Seðlabankanum starfa rúmlega 180 manns og hefur ríflega helmingur þeirra, rétt um hundrað manns sem flestir starfa í opnum rýmum, fengið slík heyrnartól frá bankanum, af gerðinni Bose. „Þetta fyrirkomulag hefur almennt mælst vel fyrir, sérstaklega í opnum rýmum bankans,“ segir Stefán. „Seðlabankinn mun áfram leitast við að sjá til þess að vinnuumhverfi starfsmanna sé í samræmi við þær kröfur og viðmið sem eiga við á vinnustöðum hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Seðlabanki Íslands keypti nýverið hljóðdempandi heyrnartól fyrir rétt um hundrað starfsmenn bankans en um vinnuverndaraðgerð var að ræða. Kostnaður við innkaupin nam um 3,8 milljónum króna. Forsaga innkaupanna er nokkur. Undanfarin ár hefur opnum vinnurýmum í bankanum verið fjölgað og nú er svo komið að um sjötíu prósent starfsmanna starfa í slíkum rýmum. Rýmum sem þessum fylgir oft aukinn hávaði og truflun í tengslum við störf fólks í kring og þá hefur komið í ljós að hljóðmengun frá loftræstikerfi hússins hefur aukist við breytingarnar. Starfsstöðvar SÍ við Kalkofnsveg 1 eru þannig gerðar að þar eru ekki opnanlegir gluggar. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að vorið 2017 hafi verið gerð könnun meðal starfsmanna þar sem í ljós kom að 42 prósent þeirra voru óánægð með loftgæði í húsinu. Meðal annars var kvartað yfir þungu lofti, hávaða frá loftræstikerfi, matarlykt frá eldhúsi og óþef af gólfteppum.Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ svarinu er einnig tilgreint að í kjölfar könnunarinnar hafi verið leitað ráða um hvað væri hægt til bragðs að taka til að bæta úr stöðu mála. Loftgæði voru mæld í tvígang og gripið til aðgerða til að bæta stýringu á hita í húsinu, loftræsting frá eldhúsi bætt og meira púður lagt í hreinsun gólfteppa. „Til að bregðast við ábendingum um aukinn hávaða, einkum frá loftræstikerfum í opnum vinnurýmum, var ákveðið að starfsmenn sem þess óskuðu gætu fengið hljóðdempandi heyrnartól til notkunar á starfsstöðvum sem meðal annars er hægt að tengja við síma,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans. Hjá Seðlabankanum starfa rúmlega 180 manns og hefur ríflega helmingur þeirra, rétt um hundrað manns sem flestir starfa í opnum rýmum, fengið slík heyrnartól frá bankanum, af gerðinni Bose. „Þetta fyrirkomulag hefur almennt mælst vel fyrir, sérstaklega í opnum rýmum bankans,“ segir Stefán. „Seðlabankinn mun áfram leitast við að sjá til þess að vinnuumhverfi starfsmanna sé í samræmi við þær kröfur og viðmið sem eiga við á vinnustöðum hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira