Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 12:02 Boeing 737-Max 8 vél Icelandair er með öflugari vél, straumlínulagaðri vængi og notendavænni flugstjórnarklefa en forverar hennar. Vísir/Jóhann K. Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum.Boeing segist hafa sent leiðbeiningarnar í gær, sem í stuttu máli fela í sér ráðleggingar til flugfélaga um að reiða sig á fyrirliggjandi ferla þegar grunur leikur á gallanum. Í handbók vélanna megi finna röð aðgerða sem flugmenn eigi að grípa til ef óvenjulegar viðvaranir taka að berast frá umræddum hraðanema. Rannsóknarnefnd indónesískra samgönguslysa telur að innistæðulaus viðvörun frá nemanum hafi orðið til þess að sannfæra flugmenn Lion Air um að vélin væri að hækka flugið. Slíkar viðvaranir geta leitt til þess að vélin tekur sjálf að lækka flugið, en ekki er vitað hvort sú hafi verið raunin í flugi Lion Air 610. Það telst þó nokkuð ljóst að flugmenn vélarinnar hafi brugðist við skilaboðunum með því að lækka sjálfir flugið, með þeim afleiðingum að vélin hafnaði í Jövuhafi. Lækkunin var svo hröð að vélin er sögð hafa verið á um 965 kílómetra hraða þegar hún hafnaði á sjávarfletinum. Allir þeir 189 sem um borð voru í vélinni eru taldir af.Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Þó er talið að þessir tilteknu nemar vélarinnar hafi áður verið til vandræða. Rannsókn málsins stendur enn yfir og segist Boeing liðsinna indónesískum flugstjórnaryfirvöldum við rannsóknina. Flugvélaframleiðandinn hefur afhent 219 Max-flugfélar, sem eru þær nýjustu í 737-fjölskyldunni. Boeing hafa borist rúmlega 4500 pantanir á slíkum vélum. Flugvélaframleiðendur senda viðskiptum sínum reglulega leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við göllum sem upp kunna að koma við notkun vélanna, sem flestar teljast varla til tíðinda. Þegar gallarnir leiða til gríðarlegs manntjóns, eins og þess sem varð undan ströndum Jövu, geta flugfélög hins vegar búist við fleiri og ítarlegri ráðleggingum.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum.Boeing segist hafa sent leiðbeiningarnar í gær, sem í stuttu máli fela í sér ráðleggingar til flugfélaga um að reiða sig á fyrirliggjandi ferla þegar grunur leikur á gallanum. Í handbók vélanna megi finna röð aðgerða sem flugmenn eigi að grípa til ef óvenjulegar viðvaranir taka að berast frá umræddum hraðanema. Rannsóknarnefnd indónesískra samgönguslysa telur að innistæðulaus viðvörun frá nemanum hafi orðið til þess að sannfæra flugmenn Lion Air um að vélin væri að hækka flugið. Slíkar viðvaranir geta leitt til þess að vélin tekur sjálf að lækka flugið, en ekki er vitað hvort sú hafi verið raunin í flugi Lion Air 610. Það telst þó nokkuð ljóst að flugmenn vélarinnar hafi brugðist við skilaboðunum með því að lækka sjálfir flugið, með þeim afleiðingum að vélin hafnaði í Jövuhafi. Lækkunin var svo hröð að vélin er sögð hafa verið á um 965 kílómetra hraða þegar hún hafnaði á sjávarfletinum. Allir þeir 189 sem um borð voru í vélinni eru taldir af.Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Þó er talið að þessir tilteknu nemar vélarinnar hafi áður verið til vandræða. Rannsókn málsins stendur enn yfir og segist Boeing liðsinna indónesískum flugstjórnaryfirvöldum við rannsóknina. Flugvélaframleiðandinn hefur afhent 219 Max-flugfélar, sem eru þær nýjustu í 737-fjölskyldunni. Boeing hafa borist rúmlega 4500 pantanir á slíkum vélum. Flugvélaframleiðendur senda viðskiptum sínum reglulega leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við göllum sem upp kunna að koma við notkun vélanna, sem flestar teljast varla til tíðinda. Þegar gallarnir leiða til gríðarlegs manntjóns, eins og þess sem varð undan ströndum Jövu, geta flugfélög hins vegar búist við fleiri og ítarlegri ráðleggingum.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30
Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29
Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent