Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 12:38 Sharice Davids fagnaði með stuðningsmönnum sínum í nótt. Hún deilir heiðrinum að vera fyrsta frumbyggjakonan til að ná sæti í fulltrúadeildinni og verður fyrsti samkynhneigði fulltrúadeildarþingmaður Kansas. Vísir/Getty Frumbyggjar, múslimakonur og hinsegin fólk voru á meðal þeirra sem brutu blað í þingkosningunum í Bandaríkjunum í gær. Konur unnu einnig á þó að enn halli verulega á þær í báðum deildum Bandaríkjaþings. Úrslit voru víða söguleg í bandarísku þing- og ríkisstjórakosningunum sem fóru fram í gær. Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en repúblikanar héldu velli í öldungadeildinni og bættu við sig sætum þar. New York Times og Washington Post hafa tekið saman lista yfir nokkra frambjóðendur sem náðu kjöri fyrir flokkana sem eru brautryðjendur þjóðfélagshópa sem hafa fram að þessu ekki átt sér marga ef nokkra fulltrúa í æðstu embættum landsins eða fyrir hönd ríkja sinna. Sharice Davids og Debra Haaland, tvær konur sem buðu sig fram fyrir hönd Demókrataflokksins, deila þeim heiðri að vera fyrstu frumbyggjakonurnar til þess að ná kjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Davids, sem er frá Kansas, er jafnframt fyrsta samkynhneigða konan sem nær kjöri fyrir ríkið. Í kosningabaráttunni bar Haaland, frá Nýju-Mexíkó, umdeildan aðskilnað fjölskyldna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó meðal annars saman við það þegar börn frumbyggja Norður-Ameríku voru skilin frá foreldrum sínum. Tvær múslimakonur náðu einnig kjöri til fulltrúadeildarinnar í fyrsta skipti, þær Ilhan Omar, demókrati frá Minnesóta, og Rashida Tlaib, demókrati frá Michigan. Omar er fyrsti Bandaríkjamaðurinn af sómölskum ættum sem er kosinn á þing en Tlaib er af palestínskum ættum. Í Colorado varð Jared Polis fyrsti opinskátt samkynhneigði karlmaðurinn til þess að ná kjöri sem ríkisstjóri í Bandaríkjunum þegar hann hrósaði sigri í nótt. Hann kemur einnig úr röðum Demókrataflokksins.Ilham Omar á rætur sínar að rekja til Sómalíu. Hún varð fyrsta múslimakonan til að vinna sæti í fulltrúadeildinni ásamt Rashidu Tlaib í Michigan.Vísir/GettyKonur réttu hlut sinn en enn aðeins innan við fjórðungur þingmanna Lengi hefur hallað á konur í bandarískum stjórnmálum. Konur unnu þó verulega á í kosningunum til fulltrúadeildarinnar og er nú útlit fyrir að hundrað þeirra sitji á þingi á næsta kjörtímabili. Þær hafa þá aldrei verið fleiri. Þær eru engu að síður í minnihluta í fulltrúadeildinni þar sem 435 þingmenn eiga sæti. Alexandria Ocasio-Cortez varð yngsta konan til að ná kjöri til fulltrúadeildarinnar. Hún er 29 ára gömul og tilheyrir vinstri armi Demókrataflokksins. Hún velti sitjandi þingmanni flokksins í 14. kjördæmi New York óvænt úr stóli í forvali í sumar. Hún hefur aldrei gegnt embætti sem kjörinn fulltrúi áður. Þá kusu Texasbúar sér konur af rómönsk-amerískum ættum á þing í fyrsta skipti. Þær Veronica Escobar og Sylvia Garcia náðu báðar kjöri í einu stærsta ríki Bandaríkjanna þar sem nærri því 40% íbúa er af spænskum eða rómansk-amerískum ættum. Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, varð fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar í Tennessee. Hún er einarður andstæðingur fóstureyðinga og er harður stuðningsmaður Donalds Trump forseta. Konur komust einnig í ríkisstjórasetrið í nokkrum ríkjum í fyrsta skipti í gær. Kristi Noem, þingkona repúblikana, náði kjöri sem ríkisstjóri Suður-Dakóta og Janet Mills, dómsmálaráðherra í Maine, vann sigur fyrir demókrata þar.Marsha Blackburn lék á als oddi á kosningavöku í gær. Hún er fyrsta konan sem kosin er til öldungadeildarinnar í Tennessee.Vísir/Getty Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mexíkó Sómalía Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Dalurinn veikist Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. 7. nóvember 2018 10:31 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Frumbyggjar, múslimakonur og hinsegin fólk voru á meðal þeirra sem brutu blað í þingkosningunum í Bandaríkjunum í gær. Konur unnu einnig á þó að enn halli verulega á þær í báðum deildum Bandaríkjaþings. Úrslit voru víða söguleg í bandarísku þing- og ríkisstjórakosningunum sem fóru fram í gær. Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en repúblikanar héldu velli í öldungadeildinni og bættu við sig sætum þar. New York Times og Washington Post hafa tekið saman lista yfir nokkra frambjóðendur sem náðu kjöri fyrir flokkana sem eru brautryðjendur þjóðfélagshópa sem hafa fram að þessu ekki átt sér marga ef nokkra fulltrúa í æðstu embættum landsins eða fyrir hönd ríkja sinna. Sharice Davids og Debra Haaland, tvær konur sem buðu sig fram fyrir hönd Demókrataflokksins, deila þeim heiðri að vera fyrstu frumbyggjakonurnar til þess að ná kjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Davids, sem er frá Kansas, er jafnframt fyrsta samkynhneigða konan sem nær kjöri fyrir ríkið. Í kosningabaráttunni bar Haaland, frá Nýju-Mexíkó, umdeildan aðskilnað fjölskyldna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó meðal annars saman við það þegar börn frumbyggja Norður-Ameríku voru skilin frá foreldrum sínum. Tvær múslimakonur náðu einnig kjöri til fulltrúadeildarinnar í fyrsta skipti, þær Ilhan Omar, demókrati frá Minnesóta, og Rashida Tlaib, demókrati frá Michigan. Omar er fyrsti Bandaríkjamaðurinn af sómölskum ættum sem er kosinn á þing en Tlaib er af palestínskum ættum. Í Colorado varð Jared Polis fyrsti opinskátt samkynhneigði karlmaðurinn til þess að ná kjöri sem ríkisstjóri í Bandaríkjunum þegar hann hrósaði sigri í nótt. Hann kemur einnig úr röðum Demókrataflokksins.Ilham Omar á rætur sínar að rekja til Sómalíu. Hún varð fyrsta múslimakonan til að vinna sæti í fulltrúadeildinni ásamt Rashidu Tlaib í Michigan.Vísir/GettyKonur réttu hlut sinn en enn aðeins innan við fjórðungur þingmanna Lengi hefur hallað á konur í bandarískum stjórnmálum. Konur unnu þó verulega á í kosningunum til fulltrúadeildarinnar og er nú útlit fyrir að hundrað þeirra sitji á þingi á næsta kjörtímabili. Þær hafa þá aldrei verið fleiri. Þær eru engu að síður í minnihluta í fulltrúadeildinni þar sem 435 þingmenn eiga sæti. Alexandria Ocasio-Cortez varð yngsta konan til að ná kjöri til fulltrúadeildarinnar. Hún er 29 ára gömul og tilheyrir vinstri armi Demókrataflokksins. Hún velti sitjandi þingmanni flokksins í 14. kjördæmi New York óvænt úr stóli í forvali í sumar. Hún hefur aldrei gegnt embætti sem kjörinn fulltrúi áður. Þá kusu Texasbúar sér konur af rómönsk-amerískum ættum á þing í fyrsta skipti. Þær Veronica Escobar og Sylvia Garcia náðu báðar kjöri í einu stærsta ríki Bandaríkjanna þar sem nærri því 40% íbúa er af spænskum eða rómansk-amerískum ættum. Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, varð fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar í Tennessee. Hún er einarður andstæðingur fóstureyðinga og er harður stuðningsmaður Donalds Trump forseta. Konur komust einnig í ríkisstjórasetrið í nokkrum ríkjum í fyrsta skipti í gær. Kristi Noem, þingkona repúblikana, náði kjöri sem ríkisstjóri Suður-Dakóta og Janet Mills, dómsmálaráðherra í Maine, vann sigur fyrir demókrata þar.Marsha Blackburn lék á als oddi á kosningavöku í gær. Hún er fyrsta konan sem kosin er til öldungadeildarinnar í Tennessee.Vísir/Getty
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mexíkó Sómalía Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Dalurinn veikist Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. 7. nóvember 2018 10:31 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36