Sex nýjar reglugerðir eiga að tryggja rétt fatlaðra betur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 19:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur. Heilbrigðismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur.
Heilbrigðismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira