Samsung sýndi samanbrjótanlegan snjallsíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 22:30 Síminn þykir nýstárlegur. Mynd/Samsung Suður-kóreska tæknifyrirtækið Samsung sýndi samanbrjótalegan farsíma á viðburði í San Fransisco í Bandaríkjunum í kvöld. Fyrirtækið hefur unnið að því að kynna samanbrjótanleg snjalltæki undanfarin fimm ár. Tæknin að baki samanbrjótanleikanum heitir Infinity Flex Display og segir Samsung að tæknin verði grundvöllur farsíma framtíðarinnar. Síminn virðist vera nokkuð fjölhæfur en þegar síminn er ekki samanbrotinn líkist hann 7,3 tommu spjaldtölvu. Þegar síminn er hins vegar samanbrotinn er annar skjár á hliðinni. Síminn var reyndar ekki sýndur til fulls en hlutar af honum voru huldir almenningi á kynningunni en Samsung segir engu að síður að framleiðsla muni hefjast á næstu mánuðum. Samsung hefur átt í harðri samkeppni við kínverska símaframleiðandann Huawei að undanförnu. Hefur sala á Samsung-símum dalað og minnkaði markaðshlutdeild fyrirtækisins á símamarkaði sé litið til síðustu tólf mánuða. Í frétt BBC segir þó að greinendur á markaði telji líklegt að síminn samanbrjótanlegi geti styrkt Samsung-fyrirtækið á ný og gert það að verkum að fyrirtækið fá vind í seglinn. Samsung Tækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Suður-kóreska tæknifyrirtækið Samsung sýndi samanbrjótalegan farsíma á viðburði í San Fransisco í Bandaríkjunum í kvöld. Fyrirtækið hefur unnið að því að kynna samanbrjótanleg snjalltæki undanfarin fimm ár. Tæknin að baki samanbrjótanleikanum heitir Infinity Flex Display og segir Samsung að tæknin verði grundvöllur farsíma framtíðarinnar. Síminn virðist vera nokkuð fjölhæfur en þegar síminn er ekki samanbrotinn líkist hann 7,3 tommu spjaldtölvu. Þegar síminn er hins vegar samanbrotinn er annar skjár á hliðinni. Síminn var reyndar ekki sýndur til fulls en hlutar af honum voru huldir almenningi á kynningunni en Samsung segir engu að síður að framleiðsla muni hefjast á næstu mánuðum. Samsung hefur átt í harðri samkeppni við kínverska símaframleiðandann Huawei að undanförnu. Hefur sala á Samsung-símum dalað og minnkaði markaðshlutdeild fyrirtækisins á símamarkaði sé litið til síðustu tólf mánuða. Í frétt BBC segir þó að greinendur á markaði telji líklegt að síminn samanbrjótanlegi geti styrkt Samsung-fyrirtækið á ný og gert það að verkum að fyrirtækið fá vind í seglinn.
Samsung Tækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira