Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 12:30 Hrafnhildur Skúladóttir er í öðru sæti með Eyjaliðið. vísir/vilhelm Eitt af umræðuefnum Lokaskotsins í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp var fámenni kvenna í þjálfunarstéttinni. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem stýrir liði í efstu deild handboltans en hún er að gera góða hluti með Eyjaliðið sem getur farið alla leið í vetur. En, hvar eru hinar konurnar? „Það eru nokkrar konur aðstoðarþjálfarar eins og Harpa Melsteð hjá Haukum og Rakel Dögg hjá Stjörnunni. Ég á mjög erfitt með að svara þessu. Ætli strákarnir fái forgang og þyki kannski vera með meiri gæði. Ég veit ekki hvað málið er,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður. Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, var aðstoðarmaður Hrafnhildar í Eyjum í fyrra en saman komu þau liðinu í undanúrslit deildar og bikars. „Ég held að konur megi gera sig breiðari í þessu almennt. Ég er ekki að setja ábyrgðina yfir á þær en í stjórnarstöðum, ábyrgðarstöðum og þjálfun eiga þær að sækja fram og vera óhræddar við það,“ segir Ásgeir. „Ég er gríðarlega stoltur af Hröbbu. Það er heiður að hafa unnið með henni. Hún var leiðtogi á vellinum og er það líka sem þjálfari. Það má taka sér hana til fyrirmyndar.“ „Hrabba fór úr öskunni í eldinn, beint úr því að vera leikmaður í að þjálfa og ég vona að fleiri landsliðskonur af hennar kynslóð hafi sjálfstraust pg kjark til þess að gera það líka og láta til sín taka,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan en einnig var rætt um nýliða deildarinnar og hver er besti markvörðurinn. Olís-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Sjá meira
Eitt af umræðuefnum Lokaskotsins í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp var fámenni kvenna í þjálfunarstéttinni. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem stýrir liði í efstu deild handboltans en hún er að gera góða hluti með Eyjaliðið sem getur farið alla leið í vetur. En, hvar eru hinar konurnar? „Það eru nokkrar konur aðstoðarþjálfarar eins og Harpa Melsteð hjá Haukum og Rakel Dögg hjá Stjörnunni. Ég á mjög erfitt með að svara þessu. Ætli strákarnir fái forgang og þyki kannski vera með meiri gæði. Ég veit ekki hvað málið er,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður. Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, var aðstoðarmaður Hrafnhildar í Eyjum í fyrra en saman komu þau liðinu í undanúrslit deildar og bikars. „Ég held að konur megi gera sig breiðari í þessu almennt. Ég er ekki að setja ábyrgðina yfir á þær en í stjórnarstöðum, ábyrgðarstöðum og þjálfun eiga þær að sækja fram og vera óhræddar við það,“ segir Ásgeir. „Ég er gríðarlega stoltur af Hröbbu. Það er heiður að hafa unnið með henni. Hún var leiðtogi á vellinum og er það líka sem þjálfari. Það má taka sér hana til fyrirmyndar.“ „Hrabba fór úr öskunni í eldinn, beint úr því að vera leikmaður í að þjálfa og ég vona að fleiri landsliðskonur af hennar kynslóð hafi sjálfstraust pg kjark til þess að gera það líka og láta til sín taka,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan en einnig var rætt um nýliða deildarinnar og hver er besti markvörðurinn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Sjá meira