Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 15:30 Berglind Þorsteinsdóttir og Martha Hermannsdóttir eru búnar að spila frábærlega. vísir Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Sjá meira
Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30