Hið opinbera komi til móts við kostnað vegna GDPR Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 14:48 Ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd, General Data Protection Regulation, tók gildi á þessu ári. Getty/nicoelnino Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“ Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“
Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00