Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:00 Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira