Hægt að hlaða inn ljósmyndum af notendum á Íslendingabók Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 19:34 Nýja viðmótið er nútímalegra og stílhreinna en hið gamla, að sögn Friðriks. Skjáskot/Íslendingabók Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan. Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan.
Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira