Sverrir Þór: Ég hefði getað farið inn á og gert helmingi betur Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Blue-höllinni skrifar 8. nóvember 2018 21:30 Sverrir var sáttur með sigurinn, en ekki eins sáttur með spilamennskuna Það voru blendnar tilfinningar hjá Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur eftir sigur sinna manna gegn Breiðablik. Keflvíkingar áttu ekki góðan leik í kvöld, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Keflvíkingar voru mun sterkari í seinni hálfleik og skóp það sigurinn. Fallegur sigur var þetta ekki hjá Keflavík, en sigur er sigur. „Já alveg klárlega. En við vorum bara arfaslakir í fyrri hálfleik. Ég var hrikalega pirraður hvað það var mikið baráttu- og viljaleysi og mönnum var bara alveg skítsama. Ég veit ekki hvort að þeir hafi haldið að Blikarnir hafi ætlað að koma hingað og reyna að tapa. Þeir með hörku mannskap. Við vorum bara í tómum vandræðum en ég er ánægður með viðsnúninginn í seinni hálfleik. Þá fórum við að berjast og leggja okkur fram í vörn.“ Blikar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, og fyrir leik bjuggust líklega fáir við því. Sverrir var ekki klár á því hvort um vanmat hafi verið að ræða. „Ég veit ekki. Við höfum ekki efni á að vanmeta einn né neinn. Þótt svo við séum búnir að vinna marga leiki í upphafi móts þá eru þetta allt hörkuleikir. Það er ekkert lið í þessari deild lélegt þannig að þú getir bara mætt og engan veginn verið að pæla í leiknum og vinna. Það er ekki þannig, og það verður ekki þannig. Við þurfum heldur betur að fara hugsa okkar gang ef við ætlum ekki að fara tapa fullt af leikjum því við erum ekki nógu vel mótiveraðir. Við getum ekki komið aftur svona eins og í kvöld.“ Aðspurður um hvað fór úrskeiðis hjá Keflvíkingum í fyrri hálfleik var svar Sverris einfalt. Hann þótti sínir menn vera latir. „Mér fannst menn bara hreinlega latir. Ég hefði getað farið þarna inn á og gert helmingi betur. Það væri sorglegt en ég hefði allavega nennt þessu. En menn svöruðu þessu í seinni hálfleik og það er mjög jákvætt. Við þurfum að halda áfram frá því sem við gerðum í seinni hálfleik. Þú átt aldrei að geta látið fólk segja við þig að þú hafir verið latur og ekki með vilja. Ég vil ekki sjá það aftur í mínu liði.“ Dominos-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Það voru blendnar tilfinningar hjá Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur eftir sigur sinna manna gegn Breiðablik. Keflvíkingar áttu ekki góðan leik í kvöld, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Keflvíkingar voru mun sterkari í seinni hálfleik og skóp það sigurinn. Fallegur sigur var þetta ekki hjá Keflavík, en sigur er sigur. „Já alveg klárlega. En við vorum bara arfaslakir í fyrri hálfleik. Ég var hrikalega pirraður hvað það var mikið baráttu- og viljaleysi og mönnum var bara alveg skítsama. Ég veit ekki hvort að þeir hafi haldið að Blikarnir hafi ætlað að koma hingað og reyna að tapa. Þeir með hörku mannskap. Við vorum bara í tómum vandræðum en ég er ánægður með viðsnúninginn í seinni hálfleik. Þá fórum við að berjast og leggja okkur fram í vörn.“ Blikar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, og fyrir leik bjuggust líklega fáir við því. Sverrir var ekki klár á því hvort um vanmat hafi verið að ræða. „Ég veit ekki. Við höfum ekki efni á að vanmeta einn né neinn. Þótt svo við séum búnir að vinna marga leiki í upphafi móts þá eru þetta allt hörkuleikir. Það er ekkert lið í þessari deild lélegt þannig að þú getir bara mætt og engan veginn verið að pæla í leiknum og vinna. Það er ekki þannig, og það verður ekki þannig. Við þurfum heldur betur að fara hugsa okkar gang ef við ætlum ekki að fara tapa fullt af leikjum því við erum ekki nógu vel mótiveraðir. Við getum ekki komið aftur svona eins og í kvöld.“ Aðspurður um hvað fór úrskeiðis hjá Keflvíkingum í fyrri hálfleik var svar Sverris einfalt. Hann þótti sínir menn vera latir. „Mér fannst menn bara hreinlega latir. Ég hefði getað farið þarna inn á og gert helmingi betur. Það væri sorglegt en ég hefði allavega nennt þessu. En menn svöruðu þessu í seinni hálfleik og það er mjög jákvætt. Við þurfum að halda áfram frá því sem við gerðum í seinni hálfleik. Þú átt aldrei að geta látið fólk segja við þig að þú hafir verið latur og ekki með vilja. Ég vil ekki sjá það aftur í mínu liði.“
Dominos-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira