Þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndum í risasigri Steelers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 08:30 Það var gaman hjá leikmönnum Pittsburgh Steelers í nótt. Vísir/Getty Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira