Þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndum í risasigri Steelers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 08:30 Það var gaman hjá leikmönnum Pittsburgh Steelers í nótt. Vísir/Getty Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira