Mikið minni frjósemi á heimsvísu kemur vísindamönnum í opna skjöldu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 10:45 Frjósemi í heiminum hefur minnkað svo um munar undanfarna áratugi. vísir/getty Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri. Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri.
Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila