Þórdís Lóa er að grínast Eyþór Arnalds skrifar 30. október 2018 07:00 Það er góður eiginleiki að geta gert grín. Hláturinn lífgar upp á skammdegið. Það var því kærkomið að fá að lesa aðsenda grein í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, formann borgarráðs og sitjandi borgarstjóra. Í greininni, sem er skrifuð í klassískum öfugmælastíl segir Þórdís Lóa meðal annars: „Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum.“ Eins og lesendum Fréttablaðsins er kunnugt um hafa fréttir um hið andstæða verið um allar meginstofnanir borgarinnar síðustu mánuði. Orkuveitan er komin í rannsókn eftir að þrír stjórnendur stigu til hliðar, Félagsbústaðir fengu falleinkunn í úttekt Innri endurskoðunar og framkvæmdastjórinn hætti. Gæluverkefni SEA sem heyrir undir skrifstofu borgarstjóra hafa farið úr böndunum þrátt fyrir aðvaranir. Umboðsmaður Alþingis, héraðsdómur og úrskurðarnefnd jafnréttismála hafa öll ályktað um rangar ákvarðanir í stjórn borgarinnar. Starfsmenn vitna í útvarpi um að kjörnir fulltrúar viti ekkert um stöðu mála. En Þórdís Lóa bætir í og segir: „Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú?…“ Í þessu samhengi er gott að kíkja í ársreikninga borgarinnar. Þrátt fyrir að álögur séu í hámarki og góðæristekjur séu meiri en áður safnast upp skuldir í borgarsjóði. Það er ekki sjálfbær rekstur. Þetta veit Þórdís Lóa enda með reynslu í viðskiptum. Skuldir borgarsjóðs hækkuðu á fyrstu sex mánuðum þessa árs um fjóra milljarða. Það er milljón á klukkustund. Takk fyrir. Eitt fyrsta verk eftir kosningar var að kaupa húseignir fyrir hátt í milljarð í Breiðholtinu án þess að nokkur áætlun væri til um hvað ætti að gera við eignirnar, hvað þá hvað það ætti að kosta. Á sama fundi var samþykkt að taka lán upp á milljarð. Einhverjir hafa bent á að eyðslan sé umfram efni. Og eins og góður grínisti kemur Þórdís Lóa með „pönslænið“ í lokin: „Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri.“ Það er dýrlegt grínið. Og dýrt. Það er eins gott að þetta var djók hjá Lóu annars hefði greinin ekki verið grín heldur verið slysaskot í fótinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er góður eiginleiki að geta gert grín. Hláturinn lífgar upp á skammdegið. Það var því kærkomið að fá að lesa aðsenda grein í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, formann borgarráðs og sitjandi borgarstjóra. Í greininni, sem er skrifuð í klassískum öfugmælastíl segir Þórdís Lóa meðal annars: „Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum.“ Eins og lesendum Fréttablaðsins er kunnugt um hafa fréttir um hið andstæða verið um allar meginstofnanir borgarinnar síðustu mánuði. Orkuveitan er komin í rannsókn eftir að þrír stjórnendur stigu til hliðar, Félagsbústaðir fengu falleinkunn í úttekt Innri endurskoðunar og framkvæmdastjórinn hætti. Gæluverkefni SEA sem heyrir undir skrifstofu borgarstjóra hafa farið úr böndunum þrátt fyrir aðvaranir. Umboðsmaður Alþingis, héraðsdómur og úrskurðarnefnd jafnréttismála hafa öll ályktað um rangar ákvarðanir í stjórn borgarinnar. Starfsmenn vitna í útvarpi um að kjörnir fulltrúar viti ekkert um stöðu mála. En Þórdís Lóa bætir í og segir: „Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú?…“ Í þessu samhengi er gott að kíkja í ársreikninga borgarinnar. Þrátt fyrir að álögur séu í hámarki og góðæristekjur séu meiri en áður safnast upp skuldir í borgarsjóði. Það er ekki sjálfbær rekstur. Þetta veit Þórdís Lóa enda með reynslu í viðskiptum. Skuldir borgarsjóðs hækkuðu á fyrstu sex mánuðum þessa árs um fjóra milljarða. Það er milljón á klukkustund. Takk fyrir. Eitt fyrsta verk eftir kosningar var að kaupa húseignir fyrir hátt í milljarð í Breiðholtinu án þess að nokkur áætlun væri til um hvað ætti að gera við eignirnar, hvað þá hvað það ætti að kosta. Á sama fundi var samþykkt að taka lán upp á milljarð. Einhverjir hafa bent á að eyðslan sé umfram efni. Og eins og góður grínisti kemur Þórdís Lóa með „pönslænið“ í lokin: „Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri.“ Það er dýrlegt grínið. Og dýrt. Það er eins gott að þetta var djók hjá Lóu annars hefði greinin ekki verið grín heldur verið slysaskot í fótinn.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun