Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2018 07:00 Thomas Møller Olsen hefur hulið andlit sitt við þinghöld hingað til og ýmislegt var gert til að forða honum frá myndatöku í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Verjandi Thomasar Møller Olsen lagði höfuðáherslu á að draga fram vafaatriði um sekt ákærða og byggja undir framburð hans um að skipsfélagi hans hafi verið einn í bílnum með Birnu Brjánsdóttir nóttina sem hún lést, við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í gær. Møller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fyrir fíkniefnasmygl. „Það er í besta falli mjög ólíklegt að atvik hafi verið með þeim hætti sem ákæruvaldið heldur fram,“ sagði Björgvin Jónsson við upphaf ræðu sinnar. Hann rökstuddi þá fullyrðingu meðal annars með því að ekkert blóð hefði fundist á stýri og gírstöng bílaleigubílsins sem ákærði hafði á leigu en mikið blóð hefði fundist í aftursæti hans. Hélt verjandinn því fram að ákærði gæti ekki hafa ráðist fyrst á brotaþola í aftursætinu og ekið bílnum svo strax í kjölfarið. Verjandi dvaldi við þrívíddarmyndband sem unnið var upp úr myndskeiði öryggismyndavélar við golfvöll Kópavogs. Markmið myndbandsins var að sýna fram á að sá ökumaður sem var undir stýri rauðu Kio Rio bifreiðarinnar á þeim tíma væri mun lágvaxnari en ákærði og að sama skapi hefði farþegasæti bifreiðarinnar verið autt í umrætt sinn. Sjálfur hélt ákærði því fram við skýrslutöku að á þessum stað hefði Nikolaj Olsen, sem var með ákærða í för, tekið við akstri bílsins en sjálfur hefði hann farið úr bifreiðinni til að pissa og verið skilinn þar eftir þar til Nikolaj hafi sótt sig síðar á sama stað. Verjandinn benti á að á þessum sama tímapunkti hefði slokknað á síma brotaþola. Á umræddu myndskeiði er ekki að sjá að neinn sitji í framsæti bílsins. Skýring ákæruvaldsins á því er að sætinu hafi verið hallað aftur og Nikolaj gæti hafa legið alveg út af. Var töluvert um þetta deilt í réttinum í gær. Verjandinn dvaldi einnig við ósamræmi í framburði Nikolajs og áverka á hnúum vinstri handar. Þá var sýnt frá mátun úlpu sem á hafði fundist blóð úr Birnu. Markmið mátunarinnar var að sýna fram á að úlpan væri of lítil á ákærða en við skýrslutöku neitaði ákærði því að úlpan væri hans. Úlpan hans væri grá og í stærðinni XL en hin mátaða úlpa var í miðstærð. Á myndbandinu mátti sá ákærða klæða sig í úlpuna og renna henni upp. Ermarnar voru mjög í styttri kantinum og úlpan ekki sérlega klæðileg. Að lokum vék verjandi að óútskýrðum kílómetrafjölda sem bílaleigubílnum var ekið. Við málsmeðferð í héraði var miðað við að óútskýrður kílómetrafjöldi sem ákærði hafði ekið væri nálægt 130. Vildi verjandi sýna fram á að það væri of knappt til að hann hefði getað keyrt alla leið að Óseyrarbrú og til baka til Hafnarfjarðar en samkvæmt dómkvöddum matsmanni er líklegast að líkami Birnu hafi verið settur í Ölfusá við Óseyrarbrú. Lögreglumaður sem var vitni í gær gerði grein fyrir nýrri athugun í þessu efni sem sýndi að kílómetrafjöldinn væri nær 190 kílómetrum og því nægt svigrúm til að aka að Óseyrarbrú. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Í málflutningi sínum leitaðist hún við að hrekja þann framburð Thomasar að Nikolaj hefði ekið burt á bílaleigubílnum með Birnu. Og hvernig Nikolaj hefði átt að takast að veitast þannig að henni í bílnum að mikið af blóði væri að finna í bílnum án þess þó að neitt blóð fyndist á fötum hans. Enn fremur taldi saksóknari það ótrúverðuga frásögn að Nikolaj hefði farið inn í káetu Thomasar og komið fingrafari hins síðarnefnda á ökuskírteini Birnu áður en hann fleygði því í ruslafötu á þilfari skipsins. Hún lýsti alþrifum Thomasar á bílnum en á myndskeiði sem sýnt var í réttinum voru þrifin sýnd. Þetta taldi hún ekki trúverðug viðbrögð við litlum ælubletti en Thomas hélt því fram að hann hefði verið að þrífa ælublett í aftursæti bílsins. Saksóknari lét þess getið að sakborningur hafi gengið mjög langt við að hylja slóð sína eftir verknaðinn og meta bæri framferði hans eftir verknaðinn honum til refsiþyngingar, ekki síst þá háttsemi hans að bera sakir á saklausan skipsfélaga sinn. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Verjandi Thomasar Møller Olsen lagði höfuðáherslu á að draga fram vafaatriði um sekt ákærða og byggja undir framburð hans um að skipsfélagi hans hafi verið einn í bílnum með Birnu Brjánsdóttir nóttina sem hún lést, við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í gær. Møller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fyrir fíkniefnasmygl. „Það er í besta falli mjög ólíklegt að atvik hafi verið með þeim hætti sem ákæruvaldið heldur fram,“ sagði Björgvin Jónsson við upphaf ræðu sinnar. Hann rökstuddi þá fullyrðingu meðal annars með því að ekkert blóð hefði fundist á stýri og gírstöng bílaleigubílsins sem ákærði hafði á leigu en mikið blóð hefði fundist í aftursæti hans. Hélt verjandinn því fram að ákærði gæti ekki hafa ráðist fyrst á brotaþola í aftursætinu og ekið bílnum svo strax í kjölfarið. Verjandi dvaldi við þrívíddarmyndband sem unnið var upp úr myndskeiði öryggismyndavélar við golfvöll Kópavogs. Markmið myndbandsins var að sýna fram á að sá ökumaður sem var undir stýri rauðu Kio Rio bifreiðarinnar á þeim tíma væri mun lágvaxnari en ákærði og að sama skapi hefði farþegasæti bifreiðarinnar verið autt í umrætt sinn. Sjálfur hélt ákærði því fram við skýrslutöku að á þessum stað hefði Nikolaj Olsen, sem var með ákærða í för, tekið við akstri bílsins en sjálfur hefði hann farið úr bifreiðinni til að pissa og verið skilinn þar eftir þar til Nikolaj hafi sótt sig síðar á sama stað. Verjandinn benti á að á þessum sama tímapunkti hefði slokknað á síma brotaþola. Á umræddu myndskeiði er ekki að sjá að neinn sitji í framsæti bílsins. Skýring ákæruvaldsins á því er að sætinu hafi verið hallað aftur og Nikolaj gæti hafa legið alveg út af. Var töluvert um þetta deilt í réttinum í gær. Verjandinn dvaldi einnig við ósamræmi í framburði Nikolajs og áverka á hnúum vinstri handar. Þá var sýnt frá mátun úlpu sem á hafði fundist blóð úr Birnu. Markmið mátunarinnar var að sýna fram á að úlpan væri of lítil á ákærða en við skýrslutöku neitaði ákærði því að úlpan væri hans. Úlpan hans væri grá og í stærðinni XL en hin mátaða úlpa var í miðstærð. Á myndbandinu mátti sá ákærða klæða sig í úlpuna og renna henni upp. Ermarnar voru mjög í styttri kantinum og úlpan ekki sérlega klæðileg. Að lokum vék verjandi að óútskýrðum kílómetrafjölda sem bílaleigubílnum var ekið. Við málsmeðferð í héraði var miðað við að óútskýrður kílómetrafjöldi sem ákærði hafði ekið væri nálægt 130. Vildi verjandi sýna fram á að það væri of knappt til að hann hefði getað keyrt alla leið að Óseyrarbrú og til baka til Hafnarfjarðar en samkvæmt dómkvöddum matsmanni er líklegast að líkami Birnu hafi verið settur í Ölfusá við Óseyrarbrú. Lögreglumaður sem var vitni í gær gerði grein fyrir nýrri athugun í þessu efni sem sýndi að kílómetrafjöldinn væri nær 190 kílómetrum og því nægt svigrúm til að aka að Óseyrarbrú. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Í málflutningi sínum leitaðist hún við að hrekja þann framburð Thomasar að Nikolaj hefði ekið burt á bílaleigubílnum með Birnu. Og hvernig Nikolaj hefði átt að takast að veitast þannig að henni í bílnum að mikið af blóði væri að finna í bílnum án þess þó að neitt blóð fyndist á fötum hans. Enn fremur taldi saksóknari það ótrúverðuga frásögn að Nikolaj hefði farið inn í káetu Thomasar og komið fingrafari hins síðarnefnda á ökuskírteini Birnu áður en hann fleygði því í ruslafötu á þilfari skipsins. Hún lýsti alþrifum Thomasar á bílnum en á myndskeiði sem sýnt var í réttinum voru þrifin sýnd. Þetta taldi hún ekki trúverðug viðbrögð við litlum ælubletti en Thomas hélt því fram að hann hefði verið að þrífa ælublett í aftursæti bílsins. Saksóknari lét þess getið að sakborningur hafi gengið mjög langt við að hylja slóð sína eftir verknaðinn og meta bæri framferði hans eftir verknaðinn honum til refsiþyngingar, ekki síst þá háttsemi hans að bera sakir á saklausan skipsfélaga sinn.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04
Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00
Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent