Erlent

May ávarpar Norðurlandaráð

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. NORDIC PHOTOS/AFP
Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er sérstakur gestur þingsins og flytjur ávarp. Leiðtogafundur norrænu forsætisráðherranna er einnig í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á næsta ári.

Alls eiga 87 þingmenn af norrænu þjóðþingunum sæti í ráðinu og á Ísland sjö fulltrúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×