Stúlkan tekur afsökunarbeiðni Björns Braga góða og gilda Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 20:19 Björn Bragi hefur beðið stúlkuna og foreldra hennar afsökunar á framferði sínu. Sautján ára gömul stúlka sem Björn Bragi Arnarson, grínisti, viðurkennir að hafa káfað á segir að snerting hans hafi valdið henni óþægindum. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum hafnar hún því hins vegar að atvikið teljist alvarleg kynferðisleg áreitni og segist taka afsökunarbeiðni hans góða og gilda. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu í morgun eftir að myndskeið sem sýndi hann káfa á sautján ára gamalli stúlku fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hann hætti í kjölfarið sem þáttastjórnandi Gettu betur á Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsingu sem foreldrar stúlkunnar sendi fjölmiðlum í kvöld segir stúlkan að sér hafi verið brugðið þegar Björn Bragi snerti hana á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Það hafi valdið henni óþægindum. Hún nefnir Björn Braga þó ekki á nafn í yfirlýsingunni. Hún segist hafa sent myndskeið af atvikinu til nokkurra vina í hugsunarleysi. Í framhaldi myndskeiðið farið víða og hún hafi fljótlega fengið viðbrögð frá fólki með sterkar skoðanir um kynferðislegt athæfi og áreitni. „Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Óskar stúlkan þess að umfjölluninni linni og vill leiðrétta fullyrðingar um að atvikið hafi verið alvarleg kynferðisleg áreitni. „Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk,“ segir í yfirlýsingunni en stúlkan vill ekki að nafn sitt komi fram. Þá segir hún að Björn Bragi hafi nokkrum sinnum haft samband við sig og foreldra hennar og beðist afsökunar eftir að myndirnar fóru í dreifingu. „Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna. Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni,“ segir í yfirlýsingunni.Yfirlýsingin í heildÉg sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.Ég er sú stúlka sem um ræðir.Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni. Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Sautján ára gömul stúlka sem Björn Bragi Arnarson, grínisti, viðurkennir að hafa káfað á segir að snerting hans hafi valdið henni óþægindum. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum hafnar hún því hins vegar að atvikið teljist alvarleg kynferðisleg áreitni og segist taka afsökunarbeiðni hans góða og gilda. Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu í morgun eftir að myndskeið sem sýndi hann káfa á sautján ára gamalli stúlku fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Hann hætti í kjölfarið sem þáttastjórnandi Gettu betur á Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsingu sem foreldrar stúlkunnar sendi fjölmiðlum í kvöld segir stúlkan að sér hafi verið brugðið þegar Björn Bragi snerti hana á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Það hafi valdið henni óþægindum. Hún nefnir Björn Braga þó ekki á nafn í yfirlýsingunni. Hún segist hafa sent myndskeið af atvikinu til nokkurra vina í hugsunarleysi. Í framhaldi myndskeiðið farið víða og hún hafi fljótlega fengið viðbrögð frá fólki með sterkar skoðanir um kynferðislegt athæfi og áreitni. „Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Óskar stúlkan þess að umfjölluninni linni og vill leiðrétta fullyrðingar um að atvikið hafi verið alvarleg kynferðisleg áreitni. „Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk,“ segir í yfirlýsingunni en stúlkan vill ekki að nafn sitt komi fram. Þá segir hún að Björn Bragi hafi nokkrum sinnum haft samband við sig og foreldra hennar og beðist afsökunar eftir að myndirnar fóru í dreifingu. „Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna. Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni,“ segir í yfirlýsingunni.Yfirlýsingin í heildÉg sendi þessa yfirlýsingu til fjölmiðla, vegna frétta af atviki á veitingastað Hlöllabáta á Akureyri aðfaranótt sl., sunnudags, þar sem landsþekktur skemmtikraftur og fjölmiðlamaður er sakaður um háttsemi sem sé kynferðisleg áreitni við stúlku.Ég er sú stúlka sem um ræðir.Ég tók mynd af þessum þekkta manni þegar hann snerti mig, mér var brugðið og þetta olli mér óþægindum. Ég sendi þetta myndskeið til nokkurra vina minna sem var hugsunarleysi. Í framhaldi var það komið mjög víða og ég fékk fljótlega viðbrögð frá fólki sem var með mjög sterkar meiningar um kynferðislegt athæfi og áreitni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að það var komin af stað atburðarás sem ég ræð ekkert við og var aldrei ætlunin. Ég hef haft af þessu mikil óþægindi einkum frá fjölmiðlum þar sem verið er að gera úr þessu eitthvað sem ég upplifði ekki.Ég óska einlæglega að þessu linni og að það sé hér með leiðrétt að þetta atvik var ekki með þeim hætti sem reynt er að setja í búning alvarlegrar kynferðislegrar áreitni. Ég vil taka það fram að ég er 17 ára og fær um að meta sjálf samskipti við aðra einstaklinga og mín mörk.Ég vil taka fram að mjög fljótlega í því ferli sem fór af stað eftir að myndirnar fóru út, hefur þessi einstaklingur sem í hlut átti, nokkrum sinnum haft samband við mig og foreldra mína og beðist fyrirgefningar á framkomu sinni.Fyrirgefningin er tekin góð og gild af minni hálfu og foreldra minna.Ég bið einnig um að nafn mitt og persóna verði ekki umfjöllunarefni.
Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15
Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Framburður þolanda þarf að koma fram til þess að málið sé tekið til rannsóknar 30. október 2018 17:08
Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48
Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35