Gert að mæta í skólasundið skömmu fyrir sundæfingu Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 21:49 Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. Getty/Nickolai Vorobiov Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni. Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira