Forsendur fyrir góðum samningum til staðar Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. október 2018 09:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur verið formaður BHM síðan 2015 en félagsmenn eru um 13 þúsund. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það voru ellefu félög háskólamenntaðra á Íslandi sem stofnuðu Bandalag háskólamanna þann 23. október 1958 og voru félagsmenn í upphafi um tólf hundruð talsins. „Tilgangurinn í upphafi var í raun sá sami og hann er í dag. Það er að vera málsvari fyrir stéttir háskólamenntaðra á Íslandi og sinna kjarabaráttu þeirra. BHM þurfti að hafa fyrir því að fá viðurkenningu frá yfirvöldum og það var ekki fyrr en 1973 sem ríkið viðurkenndi bandalagið sem samningsaðila,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Þórunn segir að það hafi lengi verið einkenni félaga innan BHM að flestir félagsmanna voru starfsmenn hjá ríkinu eða sveitarfélögum. „Það er að breytast mjög hratt. Það er ennþá þannig að meirihluti allra félagsmanna starfar hjá hinu opinbera. Í nokkrum aðildarfélögum vex hluti þeirra sem eru á almenna markaðnum mjög hratt. Þannig erum við að sinna öllum hluta vinnumarkaðarins.“Mikilvægir kjarasamningar Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna um áramót og samningar hjá hinu opinbera í lok mars á næsta ári. Þórunn segir aðildarfélög BHM farin að undirbúa kröfugerðir í tengslum við samninga við hið opinbera. Þórunn segist aðspurð ekki vera viss um að mikil átök séu fram undan á vinnumarkaði. „Ég ætla hins vegar ekki að útiloka það en ég tel okkur hafa í höndunum tækifæri til að ná mikilvægum kjarasamningum á næsta ári. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að leggja á borðið það sem skiptir máli hvað varðar stuðning við fjölskyldur, umbætur á vinnumarkaði og kannski breytingar á skatt- og bótakerfinu. Ef viðsemjendur okkar hjá hinu opinbera sinna því hlutverki sínu að treysta félagslegu stoðirnar í samfélaginu þá ættu að vera forsendur fyrir góðum kjarasamningum. Þá meina ég samninga sem eru til hagsbóta fyrir launafólk og launagreiðendur.“ Það sé sameiginleg ábyrgð aðila að ná samningum. „Ég vil ekkert gefa mér að það gangi illa. Mér finnst kannski talað of mikið á þeim nótum. Menn eru kannski bara að gíra sig upp í það af gömlum vana en ég held við ættum að gíra okkur upp í það að gera góða samninga.“Úrbætur á vinnumarkaði brýnar „Það er mikið undir og við höfum sett fram mjög skýrt þá kröfu að aðstæður á vinnumarkaði verði endurskoðaðar. Þar eru undir þættir eins og stytting vinnuvikunnar og fleira sem stuðlar að heilbrigðara vinnuumhverfi og fjölskylduvænna samfélagi. Mér heyrist nú að mörg stéttarfélög og heildarsamtök ræði hlutina á þessum nótum. Kannski er núna lag til að samræma aðgerðir í þessu máli. Hreyfing launafólks hefur auðvitað mjög mikinn slagkraft ef hún stendur saman að svona úrbótum.“ Þórunn bendir á að það sé orðið mjög brýnt að huga að nauðsynlegum og tímabærum úrbótum á vinnumarkaði. „Það er orðið mjög langt síðan það hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði. Öll umgjörð vinnumarkaðarins byggir á gamalli löggjöf, til dæmis 40 stunda vinnuvikan. Löggjöf um opinbera starfsmenn er frá 1996. Það er ekki þar með sagt að löggjöfin sé slæm en það eru að verða hraðar breytingar á umhverfi okkar.“ Þar er Þórunn að vísa til tækniframfara og fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þessar breytingar hafa haft gríðarleg áhrif á líf okkar allra síðustu 10 ár hið minnsta. Verkefni fólks í vinnunni eru að breytast og einhver störf munu hverfa en að sama skapi munu verða til ný störf sem ekki eru til í dag. Við í BHM höfum mikinn áhuga á að fjalla um þessi mál opinberlega og efna til umræðu því við getum ekki litið á þetta sem ógn. Við þurfum að líta á tæknina sem tækifæri.“Menntun verði metin til launa Hluti félagsmanna BHM fór í verkfallsaðgerðir fyrir um þremur árum. „Þær aðgerðir áttu sér langan aðdraganda. Það tóku auðvitað allir á sig byrðar eftir hrun en þegar landið tók að rísa fóru stéttarfélög að huga að því að ná einhverju til baka. Þótt það væri almenn sátt um það að standa vörð um þau sem væru með lægstu tekjurnar þá var ljóst að einhver þurfti að borga fyrir það. Nú er mikið rætt um þessa tvo enda á skalanum. Þau sem eru að framfleyta sér á mjög lágum launum og svo þá sem eru á toppnum og lifa kannski bara af fjármagnstekjum. Þarna á milli er allur þorri almennings. Það er okkar fólk að stórum hluta.“ Alveg frá því í verkfallinu 2015 hafi BHM reynt að leiða viðsemjendum sínum það fyrir sjónir að það verði að borga sig að sækja sér háskólamenntun. „Við vitum að það borgar sig fyrir samfélagið og auðvitað fyrir einstaklinginn en það er einfaldlega mikill kostnaður sem fylgir því að afla sér háskólamenntunar. Við höfum þess vegna kallað mjög skýrt eftir því að menntun verði metin til launa og gerum það enn.“ Það liggi ljóst fyrir og tölur sýni að ávinningur af því að afla sér háskólamenntunar á Íslandi sé ekki nógu mikill. „Þeir sem til dæmis taka námslán þurfa að eyða sem svarar einum mánuði af ráðstöfunartekjum í afborganir af þeim á hverju ári. Það var ekkert gert fyrir þennan hóp í leiðréttingaraðgerðum eftir hrun. Við bendum stjórnvöldum á að það megi koma til móts við okkar fólk, til dæmis í gegnum skattkerfið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tímamót Tengdar fréttir Ragnar Þór segir hræðsluáróðurinn viðbjóðslegan Ragnar Þór Ingólfsson hafnar því að ný forysta verkalýðs beri ábyrgð á hruni krónunnar. 19. október 2018 11:14 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Það voru ellefu félög háskólamenntaðra á Íslandi sem stofnuðu Bandalag háskólamanna þann 23. október 1958 og voru félagsmenn í upphafi um tólf hundruð talsins. „Tilgangurinn í upphafi var í raun sá sami og hann er í dag. Það er að vera málsvari fyrir stéttir háskólamenntaðra á Íslandi og sinna kjarabaráttu þeirra. BHM þurfti að hafa fyrir því að fá viðurkenningu frá yfirvöldum og það var ekki fyrr en 1973 sem ríkið viðurkenndi bandalagið sem samningsaðila,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Þórunn segir að það hafi lengi verið einkenni félaga innan BHM að flestir félagsmanna voru starfsmenn hjá ríkinu eða sveitarfélögum. „Það er að breytast mjög hratt. Það er ennþá þannig að meirihluti allra félagsmanna starfar hjá hinu opinbera. Í nokkrum aðildarfélögum vex hluti þeirra sem eru á almenna markaðnum mjög hratt. Þannig erum við að sinna öllum hluta vinnumarkaðarins.“Mikilvægir kjarasamningar Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna um áramót og samningar hjá hinu opinbera í lok mars á næsta ári. Þórunn segir aðildarfélög BHM farin að undirbúa kröfugerðir í tengslum við samninga við hið opinbera. Þórunn segist aðspurð ekki vera viss um að mikil átök séu fram undan á vinnumarkaði. „Ég ætla hins vegar ekki að útiloka það en ég tel okkur hafa í höndunum tækifæri til að ná mikilvægum kjarasamningum á næsta ári. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að leggja á borðið það sem skiptir máli hvað varðar stuðning við fjölskyldur, umbætur á vinnumarkaði og kannski breytingar á skatt- og bótakerfinu. Ef viðsemjendur okkar hjá hinu opinbera sinna því hlutverki sínu að treysta félagslegu stoðirnar í samfélaginu þá ættu að vera forsendur fyrir góðum kjarasamningum. Þá meina ég samninga sem eru til hagsbóta fyrir launafólk og launagreiðendur.“ Það sé sameiginleg ábyrgð aðila að ná samningum. „Ég vil ekkert gefa mér að það gangi illa. Mér finnst kannski talað of mikið á þeim nótum. Menn eru kannski bara að gíra sig upp í það af gömlum vana en ég held við ættum að gíra okkur upp í það að gera góða samninga.“Úrbætur á vinnumarkaði brýnar „Það er mikið undir og við höfum sett fram mjög skýrt þá kröfu að aðstæður á vinnumarkaði verði endurskoðaðar. Þar eru undir þættir eins og stytting vinnuvikunnar og fleira sem stuðlar að heilbrigðara vinnuumhverfi og fjölskylduvænna samfélagi. Mér heyrist nú að mörg stéttarfélög og heildarsamtök ræði hlutina á þessum nótum. Kannski er núna lag til að samræma aðgerðir í þessu máli. Hreyfing launafólks hefur auðvitað mjög mikinn slagkraft ef hún stendur saman að svona úrbótum.“ Þórunn bendir á að það sé orðið mjög brýnt að huga að nauðsynlegum og tímabærum úrbótum á vinnumarkaði. „Það er orðið mjög langt síðan það hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði. Öll umgjörð vinnumarkaðarins byggir á gamalli löggjöf, til dæmis 40 stunda vinnuvikan. Löggjöf um opinbera starfsmenn er frá 1996. Það er ekki þar með sagt að löggjöfin sé slæm en það eru að verða hraðar breytingar á umhverfi okkar.“ Þar er Þórunn að vísa til tækniframfara og fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þessar breytingar hafa haft gríðarleg áhrif á líf okkar allra síðustu 10 ár hið minnsta. Verkefni fólks í vinnunni eru að breytast og einhver störf munu hverfa en að sama skapi munu verða til ný störf sem ekki eru til í dag. Við í BHM höfum mikinn áhuga á að fjalla um þessi mál opinberlega og efna til umræðu því við getum ekki litið á þetta sem ógn. Við þurfum að líta á tæknina sem tækifæri.“Menntun verði metin til launa Hluti félagsmanna BHM fór í verkfallsaðgerðir fyrir um þremur árum. „Þær aðgerðir áttu sér langan aðdraganda. Það tóku auðvitað allir á sig byrðar eftir hrun en þegar landið tók að rísa fóru stéttarfélög að huga að því að ná einhverju til baka. Þótt það væri almenn sátt um það að standa vörð um þau sem væru með lægstu tekjurnar þá var ljóst að einhver þurfti að borga fyrir það. Nú er mikið rætt um þessa tvo enda á skalanum. Þau sem eru að framfleyta sér á mjög lágum launum og svo þá sem eru á toppnum og lifa kannski bara af fjármagnstekjum. Þarna á milli er allur þorri almennings. Það er okkar fólk að stórum hluta.“ Alveg frá því í verkfallinu 2015 hafi BHM reynt að leiða viðsemjendum sínum það fyrir sjónir að það verði að borga sig að sækja sér háskólamenntun. „Við vitum að það borgar sig fyrir samfélagið og auðvitað fyrir einstaklinginn en það er einfaldlega mikill kostnaður sem fylgir því að afla sér háskólamenntunar. Við höfum þess vegna kallað mjög skýrt eftir því að menntun verði metin til launa og gerum það enn.“ Það liggi ljóst fyrir og tölur sýni að ávinningur af því að afla sér háskólamenntunar á Íslandi sé ekki nógu mikill. „Þeir sem til dæmis taka námslán þurfa að eyða sem svarar einum mánuði af ráðstöfunartekjum í afborganir af þeim á hverju ári. Það var ekkert gert fyrir þennan hóp í leiðréttingaraðgerðum eftir hrun. Við bendum stjórnvöldum á að það megi koma til móts við okkar fólk, til dæmis í gegnum skattkerfið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tímamót Tengdar fréttir Ragnar Þór segir hræðsluáróðurinn viðbjóðslegan Ragnar Þór Ingólfsson hafnar því að ný forysta verkalýðs beri ábyrgð á hruni krónunnar. 19. október 2018 11:14 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ragnar Þór segir hræðsluáróðurinn viðbjóðslegan Ragnar Þór Ingólfsson hafnar því að ný forysta verkalýðs beri ábyrgð á hruni krónunnar. 19. október 2018 11:14
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00