Ekki Bjössi á mjólkurbílnum heldur Guðrún á mjólkurbílnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2018 19:45 Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira
Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira