Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2018 21:45 Hrefna Sigmarsdóttir og Bergþór Kristleifsson, bændur á Húsafelli, við lón Urðarfellsvirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda: Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. Rætt var við Húsafellshjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefnu Sigmarsdóttur í fréttum Stöðvar 2. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig sjötíu ár aftur í tímann en sú fyrsta árið 1948 þjónaði gamla íbúðarhúsinu og fjósinu. „Síðan virkjaði pabbi 1978 fyrir sumahúsabyggðina, - til að geta skaffað rafmagn á sumarhúsabyggðina. Það var ekki í boði á þeim tíma næg orka fyrir sumarhúsahverfi sem hann var að byggja upp,” segir Bergþór.Kristleifur Þorsteinsson, faðir Bergþórs, virkjaði sérstaklega fyrir sumarhúsabyggðina árið 1978.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þriðja virkjunin reis fyrir fimmtán árum og nú er sú fjórða komin, sem kallast Urðarfellsvirkjun. Þar er 270 metra hátt fall virkjað úr litlum lindám á heiðinni ofan Húsafells. Úr þessu fallvatni fá þau orku upp á 1,1 megavatt. Þessi orkuframleiðsla bætist við það sem fæst úr eldri virkjunum en orkan er seld í gegnum RARIK inn á dreifikerfið. „Þannig að við erum að búa til 1.650 kílóvött, eitthvað svoleiðis, eða 1,6 megavatt, og það svona samsvarar meðalnotkun fyrir rúmlega þrjúþúsund heimili á upphituðum svæðum,” segir Bergþór. Þau segja fjárfestinguna í nýju virkjuninni nema einhverjum hundruð milljóna og telja hana hagstæða. „Þeir eru náttúrlega ekki að gera þetta í fyrsta sinn, - hafa reynslu. Búnir að gera aðrar virkjanir,” segir Hrefna. „Það má segja að fjárhagsáætlun hafi staðist alveg þannig að það tókst vel,” segir Bergþór.Frá inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Hótel Húsafelli geta þau jafnframt státað af sjálfbærri ferðaþjónustu. „Húsafell er algerlega sjálfbært hvað varðar orkuöflun,” segir Hrefna. Svo fékkst sá bónus að vegurinn sem lagður var vegna Urðarfellsvirkjunar opnar greiðari leið að útivistarsvæði. „Stutt að fara upp í Ok og komast hérna. Það er hægt að leggja bílum upp við lónið og labba um fjöll og firnindi,” segir Hrefna. Fjallað verður um Húsafell og nágrenni í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um þessa nýjustu virkjun Húsafellsbænda:
Borgarbyggð Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30