Uppfræða börn um fornminjar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2018 21:36 Fornleifaskóli barnanna hefur tekið til starfa í Odda á Rangárvöllum þar sem grunnskólabörn fá að kynnast öllu sem varðar fornleifar og rannsóknir á þeim. Oddi á Rangárvöllum er eitt þekktasta höfuðból landsins með Oddakirkju fremst í flokki. Nú er hafin á staðnum fornleifarannsókn sem kallast Oddarannsókn og þá hefur fornleifaskóli barna tekið til starfa í Odda þar sem nemendur í 7. bekk í grunnskólanum á Hellu eru meðal annars í skólanum.Kristborg Þórsdóttir vonast til að Fornleifaskóli barnanna sé kominn til að vera.Vísir/Stöð 2„Þetta er sem sagt í fyrsta skiptið sem þessi skóli er haldinn en vonandi ekki í síðasta skiptið, það er okkar von hjá Oddafélaginu að það verði Fornleifaskóli barnanna hérna um ókomna tíð og að aftur verði komin einhvers konar fræðslustarfsemi í tíð Oddaverja. Það er svo mikilvægt að uppfræða unga fólkið í landinu um fornminjar og sögu okkar. Hér er frábær vettvangur til þess. Hér er síðan farin í gang metnaðarfull rannsókn, Oddarannsóknina, sem Oddafélag stendur fyrir og byrjaði í sumar,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur. Þá fannst strax manngerður hellir sem talinn er vera frá 10. öld. Hellirinn tengist sennilega öðrum mun stærri helli sem féll fyrir löngu síðan og sést núna bara sem djúp lægð í túninu í Odda. „Þetta er náttúrulega bara eins og tímahylki. Maður kemur þarna inn og það hefur enginn stigið þangað inn og ekkert súrefni komist að þessu í kannski 800 ár. Það er bara magnað, það er einstakt að geta rannsakað svona mannvirki sem er undir þaki og er þetta gamalt. Það er einstakt á Íslandi,“ segir Kristborg. Krakkarnir í Fornleifaskólanum segja það frábært að kynnast fornleifauppgrefti í Odda. „Við erum að grafa svona muni, það er mjög gaman,“ segir Kolbrún Sjöfn Ómarsdóttir, nemandi í 7. bekk. Fornminjar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Fornleifaskóli barnanna hefur tekið til starfa í Odda á Rangárvöllum þar sem grunnskólabörn fá að kynnast öllu sem varðar fornleifar og rannsóknir á þeim. Oddi á Rangárvöllum er eitt þekktasta höfuðból landsins með Oddakirkju fremst í flokki. Nú er hafin á staðnum fornleifarannsókn sem kallast Oddarannsókn og þá hefur fornleifaskóli barna tekið til starfa í Odda þar sem nemendur í 7. bekk í grunnskólanum á Hellu eru meðal annars í skólanum.Kristborg Þórsdóttir vonast til að Fornleifaskóli barnanna sé kominn til að vera.Vísir/Stöð 2„Þetta er sem sagt í fyrsta skiptið sem þessi skóli er haldinn en vonandi ekki í síðasta skiptið, það er okkar von hjá Oddafélaginu að það verði Fornleifaskóli barnanna hérna um ókomna tíð og að aftur verði komin einhvers konar fræðslustarfsemi í tíð Oddaverja. Það er svo mikilvægt að uppfræða unga fólkið í landinu um fornminjar og sögu okkar. Hér er frábær vettvangur til þess. Hér er síðan farin í gang metnaðarfull rannsókn, Oddarannsóknina, sem Oddafélag stendur fyrir og byrjaði í sumar,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur. Þá fannst strax manngerður hellir sem talinn er vera frá 10. öld. Hellirinn tengist sennilega öðrum mun stærri helli sem féll fyrir löngu síðan og sést núna bara sem djúp lægð í túninu í Odda. „Þetta er náttúrulega bara eins og tímahylki. Maður kemur þarna inn og það hefur enginn stigið þangað inn og ekkert súrefni komist að þessu í kannski 800 ár. Það er bara magnað, það er einstakt að geta rannsakað svona mannvirki sem er undir þaki og er þetta gamalt. Það er einstakt á Íslandi,“ segir Kristborg. Krakkarnir í Fornleifaskólanum segja það frábært að kynnast fornleifauppgrefti í Odda. „Við erum að grafa svona muni, það er mjög gaman,“ segir Kolbrún Sjöfn Ómarsdóttir, nemandi í 7. bekk.
Fornminjar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira