Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 07:49 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar.Í viðtali við Washington Post sem birtist á vefsíðu blaðsins í nótt að íslenskum tíma sagði Trump að „augljóslega hafa blekkingar átt sér stað, lygar hafa átt sér stað“ um skýringar Sádi-Araba. Yfirvöld í Sádi-Arabaíu staðfestu andlát Khashoggi um helgina og sögðu hann hafa látist í áflogum inni á ræðismannaskrifstofu Sádi-Araba í Tyrklandi. Þarlend lögregluyfirvöld halda því þó fram að hann hafi verið myrtur og lík hans bútað í sundur. Hafa þau heitið því að komast til botns í málinu en tyrknesk yfirvöld eru sögð búa yfir hljóð- og myndupptökum sem varpi nánari ljósi á það hvað gerðist inni á skrifstofunni. Skýringar Sádi-Araba hafa þótt ótrúverðugar og í gær gerði Angela Merkel þá kröfu um að yfirvöld í Sádi-Arabíu geri hreint fyrir sínum dyrum vegna málsins og virðist sem svo að Trump taki undir það í viðtalinu við Post.Í gær sagði Trump við blaðamenn að hann teldi skýringar Sádí-Araba trúverðugar en í frétt Post segir að Trump hafi á sama tíma harmað það við ráðgjafa sína hversu náið samband er á milli Jared Kushner, tengdasonar Trump sem er einn hans nánasti ráðgjafi, og krónprinsins Mohammed bin Salman, sem stýrir Sádí-Arabíu, og hefur verið bendlaður við einhvers konar aðild að bana Khashoggi. Í viðtalinu segir Trump að enn sem komið er hafi engin sýnt fram á það að bin Salman hafi haft eitthvað með dauða Khashoggi að gera og sagði Trump að Sádí-Arabía væri „frábær bandamaður“. Sagði Trump að ekki kæmi til greina að hætta við risavaxinn vopnasölusamning Bandaríkjanna og Sádí-Araba vegna málsins en bætti þó við að „að eitthvað yrði gert“. Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar.Í viðtali við Washington Post sem birtist á vefsíðu blaðsins í nótt að íslenskum tíma sagði Trump að „augljóslega hafa blekkingar átt sér stað, lygar hafa átt sér stað“ um skýringar Sádi-Araba. Yfirvöld í Sádi-Arabaíu staðfestu andlát Khashoggi um helgina og sögðu hann hafa látist í áflogum inni á ræðismannaskrifstofu Sádi-Araba í Tyrklandi. Þarlend lögregluyfirvöld halda því þó fram að hann hafi verið myrtur og lík hans bútað í sundur. Hafa þau heitið því að komast til botns í málinu en tyrknesk yfirvöld eru sögð búa yfir hljóð- og myndupptökum sem varpi nánari ljósi á það hvað gerðist inni á skrifstofunni. Skýringar Sádi-Araba hafa þótt ótrúverðugar og í gær gerði Angela Merkel þá kröfu um að yfirvöld í Sádi-Arabíu geri hreint fyrir sínum dyrum vegna málsins og virðist sem svo að Trump taki undir það í viðtalinu við Post.Í gær sagði Trump við blaðamenn að hann teldi skýringar Sádí-Araba trúverðugar en í frétt Post segir að Trump hafi á sama tíma harmað það við ráðgjafa sína hversu náið samband er á milli Jared Kushner, tengdasonar Trump sem er einn hans nánasti ráðgjafi, og krónprinsins Mohammed bin Salman, sem stýrir Sádí-Arabíu, og hefur verið bendlaður við einhvers konar aðild að bana Khashoggi. Í viðtalinu segir Trump að enn sem komið er hafi engin sýnt fram á það að bin Salman hafi haft eitthvað með dauða Khashoggi að gera og sagði Trump að Sádí-Arabía væri „frábær bandamaður“. Sagði Trump að ekki kæmi til greina að hætta við risavaxinn vopnasölusamning Bandaríkjanna og Sádí-Araba vegna málsins en bætti þó við að „að eitthvað yrði gert“.
Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12
Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41
Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08