Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Skil ekki hvernig strákarnir geta tekið mark á honum eftir þetta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Domino’s Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna.

Matthías Orri Sigurðsson er meiddur og ÍR hefur unnið tvo leiki án hans. Það var fyrsta umræðuefni Framlengingunnar sem var á sínum stað í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudag.

„Þeir hafa unnið tvo leiki án Matta og nú fær hann einu viku í viðbót. Ég held að hann verði ekkert frá í fjórar til fimm vikur,“ sagði Teitur Örlygsson.

„Fyrsti læknirinn hefur sagt það, einhver heimilislæknir. Hann teipar þetta í næstu viku, fer að æfa og æfir sig í gegnum þetta. Hann verður klár í næsta leik.”

Næsta atriði beindi spjóti sínum að kæruleysi stóru liðanna en þriðja umræðuefnið var hvort að Stólarnir væru tilbúnir að fara alla leið.

Umræðan snérist svo um fallbaráttuna áður en að endingu var rætt um ummæli Jóhanns Ólafssonar eftir leik Grindavíkur og Keflavíkur á föstudagskvöldið.

„Mér fannst þetta rosalega skrýtið. Ég skil ekki enn hvort að hann hafi verið að leita að samúð, hvort að þetta hafi verið sálfræði, hvort að þetta sé til leikmannana,” sagði Teitur.

„Ég skil ekki alveg hvernig strákarnir geta tekið mark á honum eftir þetta þegar hann gefst upp þriðju umferð.”

Allt innslagið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×