Blákolóttur lambhrútur vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2018 20:00 Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira