Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2018 20:15 Kimi kom fyrstur í mark í kvöld. vísir/getty Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1 síðan 2013. Hann hafði farið í gegnum 113 keppnir án þess að koma fyrstur í mark. Næstur í mark kom Max Verstappen fyrir Red Bull. Hann byrjaði keppnina í kvöld átjándi en kom í mark annar. Geggjaður árangur hjá hinum unga og efnilega Verstappen. Í þriðja sætinu var Lewis Hamilton, sem mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en hann gerði allt til þess að koma sér fram fyrir Verstappen og tryggja sér titilinn. Hinn ungi og efnilegi Verstappen lét ekki sitt eftir liggja og hélt vel á spöðunum. Á sama tíma fór Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton úr fimmta sætinu í fjórða sætið, sem gerði það að verkum að verkefnið var nær ómögulegt fyrir Hamilton. Hamilton þurfti að fá átta stigum meira en Vettel en það tókst ekki í kvöld. Hann fékk fimm stigum meira en Vettel en enn eru fjórar keppnir eftir af mótinu. Það eru 75 stig eftir í pottinum og það munar 70 stigum á Vettel og Hamilton. Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1 síðan 2013. Hann hafði farið í gegnum 113 keppnir án þess að koma fyrstur í mark. Næstur í mark kom Max Verstappen fyrir Red Bull. Hann byrjaði keppnina í kvöld átjándi en kom í mark annar. Geggjaður árangur hjá hinum unga og efnilega Verstappen. Í þriðja sætinu var Lewis Hamilton, sem mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en hann gerði allt til þess að koma sér fram fyrir Verstappen og tryggja sér titilinn. Hinn ungi og efnilegi Verstappen lét ekki sitt eftir liggja og hélt vel á spöðunum. Á sama tíma fór Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton úr fimmta sætinu í fjórða sætið, sem gerði það að verkum að verkefnið var nær ómögulegt fyrir Hamilton. Hamilton þurfti að fá átta stigum meira en Vettel en það tókst ekki í kvöld. Hann fékk fimm stigum meira en Vettel en enn eru fjórar keppnir eftir af mótinu. Það eru 75 stig eftir í pottinum og það munar 70 stigum á Vettel og Hamilton.
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira