Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2018 20:15 Kimi kom fyrstur í mark í kvöld. vísir/getty Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1 síðan 2013. Hann hafði farið í gegnum 113 keppnir án þess að koma fyrstur í mark. Næstur í mark kom Max Verstappen fyrir Red Bull. Hann byrjaði keppnina í kvöld átjándi en kom í mark annar. Geggjaður árangur hjá hinum unga og efnilega Verstappen. Í þriðja sætinu var Lewis Hamilton, sem mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en hann gerði allt til þess að koma sér fram fyrir Verstappen og tryggja sér titilinn. Hinn ungi og efnilegi Verstappen lét ekki sitt eftir liggja og hélt vel á spöðunum. Á sama tíma fór Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton úr fimmta sætinu í fjórða sætið, sem gerði það að verkum að verkefnið var nær ómögulegt fyrir Hamilton. Hamilton þurfti að fá átta stigum meira en Vettel en það tókst ekki í kvöld. Hann fékk fimm stigum meira en Vettel en enn eru fjórar keppnir eftir af mótinu. Það eru 75 stig eftir í pottinum og það munar 70 stigum á Vettel og Hamilton. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1 síðan 2013. Hann hafði farið í gegnum 113 keppnir án þess að koma fyrstur í mark. Næstur í mark kom Max Verstappen fyrir Red Bull. Hann byrjaði keppnina í kvöld átjándi en kom í mark annar. Geggjaður árangur hjá hinum unga og efnilega Verstappen. Í þriðja sætinu var Lewis Hamilton, sem mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en hann gerði allt til þess að koma sér fram fyrir Verstappen og tryggja sér titilinn. Hinn ungi og efnilegi Verstappen lét ekki sitt eftir liggja og hélt vel á spöðunum. Á sama tíma fór Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton úr fimmta sætinu í fjórða sætið, sem gerði það að verkum að verkefnið var nær ómögulegt fyrir Hamilton. Hamilton þurfti að fá átta stigum meira en Vettel en það tókst ekki í kvöld. Hann fékk fimm stigum meira en Vettel en enn eru fjórar keppnir eftir af mótinu. Það eru 75 stig eftir í pottinum og það munar 70 stigum á Vettel og Hamilton.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira