Innlent

Erlend félög fælast mikinn kostnað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
RSK telur ástæðu til að endurskoða heildstætt hvaða útibú erlendra félaga beri undantekningalaust að skrá hér á landi.
RSK telur ástæðu til að endurskoða heildstætt hvaða útibú erlendra félaga beri undantekningalaust að skrá hér á landi. fréttablaðið/anton brink
Hár kostnaður við skráningu útibúa erlendra félaga hér á landi hefur haft þær afleiðingar að færri slík félög skrá sig hér á landi með þeim hætti. Fjölgun skráninga á utangarðsskrá hefur aftur á móti fjölgað.

Þetta kemur fram í athugasemdum Ríkisskattstjóra (RSK) við fyrirhugaðar breytingar á lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Sem stendur er gjaldið fyrir skráningu útibúa hér á landi 250 þúsund krónur en lagt er til að það hækki í 323 þúsund.

Skrái félag sig í utangarðsskrá fær það aðeins útgefna kennitölu vegna bankaskipta. Mun minni skylda til upplýsingagjafar félaga fylgir slíkri skráningu og ekki er skylt að leggja fram ársreikninga. RSK telur ástæðu til að endurskoða heildstætt hvaða útibú erlendra félaga beri undantekningalaust að skrá hér á landi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×