„Ég fékk skurð á vísifingur og svo kom mikil ígerð í þetta. Ég er búinn að glíma við þetta í einhverja tíu daga,“ sagði Guðmundur léttur á brún í dag.
„Það fór málmplata á kaf í puttann á mér. Það lítur út fyrir að ég muni halda puttanum.“
Guðmundur er að fá landsliðið í hendurnar í dag en það mun hefja leik í undankeppni EM á miðvikudag. Þá koma Grikkir í heimsókn.
Nánar verður rætt við Guðmund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.