Um 100 birkiplöntur skemmdar í Þjórsárdal eftir hermennina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2018 19:45 Um eitt hundrað birkiplöntur eru skemmdar eða ónýtar eftir traðk hermanna í Þjórsárdal um helgina á æfingu sem haldin var á föstudag og laugardag þar sem á milli þrjú hundruð og fjögur hundruð hermenn æfðu sig báða daga við að takast á við verkefni við misjafnar veðuraðstæður. Á svæðinu hafa sjálfboðaliðar plantað þúsundum birkitrjáa síðustu ár á vegum Hekluskóga. Framkvæmdastjóri Hekluskóga og skógfræðingar frá Skógræktinni fóru um svæðið í dag til að meta skemmdirnar. „Það er eitthvað af brotnum trjám sem er eðlilegt þegar það kemur stór hópur af fólki og gengur yfir svæðið en þetta eru örfá tré þannig að þetta er ekki mikið tjón“, segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni og bætir því við að tjónið sé miklu minna miðað við þær lýsingar sem hann og hans fólk hafði fengið. Hreinn segir að strax sé komin upp hugmynd um að fá utanríkisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins til að koma í Þjórsárdal næsta vor og planta eitt hundrað plöntum í stað þeirra sem hermennirnir skemmdu. „Ég býst við að það verði góðar undirtektir við því og ég efast ekki um að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra reyni að mæta“, segir Hreinn.En gáfu Hekluskógar leyfi fyrir æfingunni á skógræktarsvæðinu um helgina? „Það var í rauninni ekki spurt um leyfi heldur var tilkynnt um að það ætti að fara í heræfingu og miðað við lýsingarnir hvernig átti að standa að þessu þá höfðu menn engar áhyggjur að fólkið færi út fyrir veg, en það var sem sagt slegið upp tjaldbúðum og virðast ekki vera miklar skemmdir af því“, bætir Hreinn við. Fulltrúi frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytinu mætti líka í Þjórsárdal í dag til að kanna með skemmdir á plöntunum. „Nú ætlum við að ræða betur við skógræktina og sjá hvort það hafi verið eitthvað tjón og ef það er þá bætum við það upp í samstarfi við Bandaríkin“, segir Snorri Matthíasson.Hreinn tekur ljósmynd af skemmdum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Um eitt hundrað birkiplöntur eru skemmdar eða ónýtar eftir traðk hermanna í Þjórsárdal um helgina á æfingu sem haldin var á föstudag og laugardag þar sem á milli þrjú hundruð og fjögur hundruð hermenn æfðu sig báða daga við að takast á við verkefni við misjafnar veðuraðstæður. Á svæðinu hafa sjálfboðaliðar plantað þúsundum birkitrjáa síðustu ár á vegum Hekluskóga. Framkvæmdastjóri Hekluskóga og skógfræðingar frá Skógræktinni fóru um svæðið í dag til að meta skemmdirnar. „Það er eitthvað af brotnum trjám sem er eðlilegt þegar það kemur stór hópur af fólki og gengur yfir svæðið en þetta eru örfá tré þannig að þetta er ekki mikið tjón“, segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni og bætir því við að tjónið sé miklu minna miðað við þær lýsingar sem hann og hans fólk hafði fengið. Hreinn segir að strax sé komin upp hugmynd um að fá utanríkisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins til að koma í Þjórsárdal næsta vor og planta eitt hundrað plöntum í stað þeirra sem hermennirnir skemmdu. „Ég býst við að það verði góðar undirtektir við því og ég efast ekki um að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra reyni að mæta“, segir Hreinn.En gáfu Hekluskógar leyfi fyrir æfingunni á skógræktarsvæðinu um helgina? „Það var í rauninni ekki spurt um leyfi heldur var tilkynnt um að það ætti að fara í heræfingu og miðað við lýsingarnir hvernig átti að standa að þessu þá höfðu menn engar áhyggjur að fólkið færi út fyrir veg, en það var sem sagt slegið upp tjaldbúðum og virðast ekki vera miklar skemmdir af því“, bætir Hreinn við. Fulltrúi frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytinu mætti líka í Þjórsárdal í dag til að kanna með skemmdir á plöntunum. „Nú ætlum við að ræða betur við skógræktina og sjá hvort það hafi verið eitthvað tjón og ef það er þá bætum við það upp í samstarfi við Bandaríkin“, segir Snorri Matthíasson.Hreinn tekur ljósmynd af skemmdum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira