Tonn af smámynt til sölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2018 21:00 Gylfi Gylfason. Gamlir farsímar, ein fyrsta fartölvan og tonn af smámynt eru á meðal hluta í stóru safni sem er nú til sölu. Eigandinn ætlar að segja skilið við verslunarrekstur og telur ýmis gróðatækifæri fólgin í verðmætunum. „Það eru sennilega til stærri söfn en þau eru nú ekki mörg og það er frekar sjaldgæft að þau séu að koma inn á markaðinn," segir Gylfi Gylfason, safnari og kaupmaður. Það var hvorki söfnunarárátta né sérstakur áhugi á smámynt sem réði för þegar Gylfi keypti góssið. Hann vantaði gjaldeyri fyrir raftækjabúðina sína í hruninu og fór því að selja mynt á eBay. Nú ætlar hann að loka búðinni og selja safnið í leiðinni. Hann telur verðmætið í kílóum og reiknast til að tonn af peningum kosti um 250 þúsund krónur. „Áttatíu prósent af safninu er óflokkað og það er því alls konar nammi sem dettur inn á milli. Maður er að finna alls konar peninga, erlenda og því um líkt. Þá stekkur maður á eBay og athugar verðmætið. Þannig að þetta er pínu gullgröftur," segir Gylfi. Safnið spannar allan lýðveldistímann og meira til, en konungsmynt sem þykir verðmætust hefur leynst inn á milli. Hann segist mest hafa grætt þegar hann seldi eitt þúsund túkalla til Kína fyrir 50 þúsund krónur.„Sá sem ætti að eignast svona safn ætti að vera helst söluaðili ef hann vill hagnast eitthvað á þessu en svo eru auðvitað til safnarar sem vildu bara eignast bunkann og lúra á honum eins og Jóakim frændi í tanknum," segir Gylfi. Gylfi ætlar að losa sig við fleiri safngripi á þessum tímamótum og er einnig að selja eina fyrstu fartölvu landsins, gamlar auglýsingar, ávísanir og sennilega stærsta farsímasafn landsins. „Mig langar ekki að lúra á þessu safni og ég hugsa með mér að ef einhver væri til dæmis með skemmtistað eða bar, þá gæti hann bara fyllt hann af svona símum í stað þess að vera kaupa eitthvað barborð á 2,5 milljónir," segir Gylfi glettinn. Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Gamlir farsímar, ein fyrsta fartölvan og tonn af smámynt eru á meðal hluta í stóru safni sem er nú til sölu. Eigandinn ætlar að segja skilið við verslunarrekstur og telur ýmis gróðatækifæri fólgin í verðmætunum. „Það eru sennilega til stærri söfn en þau eru nú ekki mörg og það er frekar sjaldgæft að þau séu að koma inn á markaðinn," segir Gylfi Gylfason, safnari og kaupmaður. Það var hvorki söfnunarárátta né sérstakur áhugi á smámynt sem réði för þegar Gylfi keypti góssið. Hann vantaði gjaldeyri fyrir raftækjabúðina sína í hruninu og fór því að selja mynt á eBay. Nú ætlar hann að loka búðinni og selja safnið í leiðinni. Hann telur verðmætið í kílóum og reiknast til að tonn af peningum kosti um 250 þúsund krónur. „Áttatíu prósent af safninu er óflokkað og það er því alls konar nammi sem dettur inn á milli. Maður er að finna alls konar peninga, erlenda og því um líkt. Þá stekkur maður á eBay og athugar verðmætið. Þannig að þetta er pínu gullgröftur," segir Gylfi. Safnið spannar allan lýðveldistímann og meira til, en konungsmynt sem þykir verðmætust hefur leynst inn á milli. Hann segist mest hafa grætt þegar hann seldi eitt þúsund túkalla til Kína fyrir 50 þúsund krónur.„Sá sem ætti að eignast svona safn ætti að vera helst söluaðili ef hann vill hagnast eitthvað á þessu en svo eru auðvitað til safnarar sem vildu bara eignast bunkann og lúra á honum eins og Jóakim frændi í tanknum," segir Gylfi. Gylfi ætlar að losa sig við fleiri safngripi á þessum tímamótum og er einnig að selja eina fyrstu fartölvu landsins, gamlar auglýsingar, ávísanir og sennilega stærsta farsímasafn landsins. „Mig langar ekki að lúra á þessu safni og ég hugsa með mér að ef einhver væri til dæmis með skemmtistað eða bar, þá gæti hann bara fyllt hann af svona símum í stað þess að vera kaupa eitthvað barborð á 2,5 milljónir," segir Gylfi glettinn.
Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira