Mistök við flutning á líki til Reykjavíkur hörmuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:30 Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Vísir Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira