Palestínsk yfirvöld sögð pynta gagnrýnendur og andstæðinga Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 13:06 Meðlimir í öryggissveitum sem eru hliðhollar Hamas á bæn. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/EPA Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq. Palestína Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Mannréttindasamtök fullyrða að Fatah- og Hamas-hreyfingarnar sem ráða ríkjum á landsvæðum Palestínumanna handtaki og pynti reglulega friðsama mótmælendur og pólitíska andstæðinga sína. Í nýrri skýrslu fullyrða þau að hreyfingarnar hafi komið upp kúgunartækjum til þess að kæfa allt andóf. Báðar hreyfingar hafna ásökununum sem koma fram í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Fatah stýrir Vesturbakkanum og Hamas á Gasaströndinni. Í skýrslunni segir að öryggissveitir samtakanna ögri, ógni, hóti, berji og setji fanga í sársaukafullar stellingar. Hún byggist á viðtölum við alls 147 vitni, þar á meðal fyrrverandi fanga. Í mörgum tilfellum sé fólk handtekið fyrir gagnrýni á félagsmiðlum, á háskólagörðum og í mótmælum. Sjálfstæðir blaðamenn verði einnig fyrir barðinu á tilefnislausum handtökum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samkeppni á milli Fatah og Hamas hefur einnig leitt til þess að öryggissveitir hvorrar hreyfingar handtaki og kúgi félaga hinnar. „Palestínsk yfirvöld reiða sig oft á of víðtæk lög sem gera glæpsamlegt að móðga „hærri yfirvöld“, skapa „átök á milli trúarhópa“ eða „skaða byltingareiningu“ til þess að handtaka andófsmenn í fleiri daga eða vikur og sleppa þeim á endanum án þess að vísa máli þeirra til dómstóla en halda samt kærum í gildi,“ segir í skýrslunni.Handtekinn vegna tengsla við Hamas Mannréttindasamtökin vilja að Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrar ríkisstjórnir landa heims hætti aðstoð við ákveðnar stofnanir Hamas og Fatah sem þau telja ábyrgar fyrir kúguninni þar til þeir sem standa að henni hafa verið dregnir til ábyrgðar. Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni segist hafa verið handtekið á Vesturbakkanum í apríl í fyrra vegna þess að það starfaði með stúdentahópi sem tengist Hamas. Maðurinn hafi verið handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Hann hafi svo verið hengdur upp á höndum. Þannig hafi honum verið haldið í 45 mínútur. „Lögreglumaður barði mig með stóru priki á bakinu, á milli herðanna, oftar en einu sinni. Eftir að þeir tóku mig niður fann ég að hendurnar á mér voru dofnar upp að öxlum og að ég gat ekki haldið sjálfum mér uppi,“ segir Alaa Zaqeq.
Palestína Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira