Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar aukið um 90 milljónir króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. október 2018 06:30 Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar. Fréttablaðið/GVA Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar, rekstrarfélags DV, var aukið um 90 milljónir króna fyrr í mánuðinum og nemur nú alls 120,5 milljónum króna. „Þetta er eitthvað sem var alltaf stefnt að. Að það þurfti að auka hlutafé og lækka skuldirnar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, í samtali við Markaðinn. Aðspurður segir hann félagið áfram vera í sinni eigu í gegnum eignarhaldsfélagið Dalsdal. Þetta er í annað sinn á árinu sem hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar er aukið en Viðskiptablaðið greindi frá fyrri hlutafjáraukningunni, þegar 30 milljónir króna voru lagðar í félagið, í febrúar síðastliðnum. Frjáls fjölmiðlun hóf sem kunnugt er rekstur í september í fyrra þegar félagið keypti fjölmiðla Pressusamstæðunnar, til að mynda DV, Pressuna, Eyjuna, Bleikt og 433.is. Samkvæmt ársreikningi félagsins nam tap þess 43,6 milljónum króna á þeim fjórum mánuðum sem það var starfandi á síðasta ári. Í lok ársins átti félagið eignir upp á tæpar 529 milljónir króna, þar af óefnislegar eignir að virði 470 milljónir króna, en skuldirnar voru á sama tíma 542 milljónir króna. Stærsta skuldin er við eigandann, Dalsdal, upp á 425 milljónir króna sem á samkvæmt ársreikningnum að greiðast til baka á næstu fjórum árum, 85 milljónir króna á ári. Eigið fé Frjálsrar fjölmiðlunar var því neikvætt um ríflega 13 milljónir króna í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir DV ehf. gjaldþrota Hélt utan um rekstur DV og DV.is frá árinu 2010. 21. mars 2018 13:15 Karl Garðarsson nýr framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar Frjáls fjölmiðlun keypti í síðustu viku DV, DV.is, Eyjuna, Pressuna, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og sjónvarpsstöðina ÍNN í síðustu viku. 11. september 2017 12:13 Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira
Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar, rekstrarfélags DV, var aukið um 90 milljónir króna fyrr í mánuðinum og nemur nú alls 120,5 milljónum króna. „Þetta er eitthvað sem var alltaf stefnt að. Að það þurfti að auka hlutafé og lækka skuldirnar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, í samtali við Markaðinn. Aðspurður segir hann félagið áfram vera í sinni eigu í gegnum eignarhaldsfélagið Dalsdal. Þetta er í annað sinn á árinu sem hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar er aukið en Viðskiptablaðið greindi frá fyrri hlutafjáraukningunni, þegar 30 milljónir króna voru lagðar í félagið, í febrúar síðastliðnum. Frjáls fjölmiðlun hóf sem kunnugt er rekstur í september í fyrra þegar félagið keypti fjölmiðla Pressusamstæðunnar, til að mynda DV, Pressuna, Eyjuna, Bleikt og 433.is. Samkvæmt ársreikningi félagsins nam tap þess 43,6 milljónum króna á þeim fjórum mánuðum sem það var starfandi á síðasta ári. Í lok ársins átti félagið eignir upp á tæpar 529 milljónir króna, þar af óefnislegar eignir að virði 470 milljónir króna, en skuldirnar voru á sama tíma 542 milljónir króna. Stærsta skuldin er við eigandann, Dalsdal, upp á 425 milljónir króna sem á samkvæmt ársreikningnum að greiðast til baka á næstu fjórum árum, 85 milljónir króna á ári. Eigið fé Frjálsrar fjölmiðlunar var því neikvætt um ríflega 13 milljónir króna í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir DV ehf. gjaldþrota Hélt utan um rekstur DV og DV.is frá árinu 2010. 21. mars 2018 13:15 Karl Garðarsson nýr framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar Frjáls fjölmiðlun keypti í síðustu viku DV, DV.is, Eyjuna, Pressuna, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og sjónvarpsstöðina ÍNN í síðustu viku. 11. september 2017 12:13 Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira
Karl Garðarsson nýr framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar Frjáls fjölmiðlun keypti í síðustu viku DV, DV.is, Eyjuna, Pressuna, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og sjónvarpsstöðina ÍNN í síðustu viku. 11. september 2017 12:13
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00