Erlent

Telur sig geta káfað á konum líkt og Trump

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Karlmaður sem sakaður er um að hafa káfað á konu um borð í flugvél frá Houston til Nýju Mexíkó á sunnudag afsakaði gjörðir sínar með því að segja að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, finnist í lagi að káfa á konum.
Karlmaður sem sakaður er um að hafa káfað á konu um borð í flugvél frá Houston til Nýju Mexíkó á sunnudag afsakaði gjörðir sínar með því að segja að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, finnist í lagi að káfa á konum. Vísir/getty
Karlmaður sem sakaður er um að hafa káfað á konu um borð í flugvél frá Houston til Nýju Mexíkó á sunnudag afsakaði gjörðir sínar með því að segja að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, finnist í lagi að káfa á konum.

Það náðist á upptöku þegar Trump sagðist „grípa í píkuna á konum“ árið 2005. Myndskeiðið vakti töluverða athygli í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016.

„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Bandaríkjaforseti á upptökunni.

Maðurinn sem káfaði á kvenkyns farþega í flugvél á leið til Nýju Mexíkó heitir Bruce Michael Alexander en hann var handtekinn fyrir að brjóta á konunni við komuna til Nýju Mexíkó. Time hefur eftir konunni, sem vill ekki láta nafn síns getið, að Alexander, sem sat fyrir aftan hana í fluginu, hafi í tvígang hallað sér fram og þuklað á brjóstunum á henni.

Þegar hann hafi í brotið á henni í seinna skiptið segist konan hafa risið úr sæti sínu og sagt manninum að hún skildi ekki hvernig honum fyndist framkoma sín í lagi og að hann yrði að láta af hegðun sinni þegar í stað.

Konan bað flugþjón í framhaldinu um að færa sig í annað sæti flugvélarinnar. Hún sagði jafnframt að maðurinn hefði hvorki verið búinn að drekka áfengi né lyf.

Seinna sagði Alexander að hann ræki ekki minni til þess að hafa káfað á konunni og sagðist hann hafa verið meira og minna sofandi alla flugferðina. Þetta stangast á við það sem hann sagði upphaflega við lögreglu sem var að hann teldi sig geta káfað á konum alveg eins og Trump sagðist hafa gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×