Laun hækkað almennt hraðar en tekjur Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. október 2018 09:00 Seðlabanki Íslands tekur fram í nýju riti um fjármálastöðugleika að "óljóst“ sé hversu mikið svigrúm fyrirtæki hafi til hagræðingar til þess að mæta launahækkunum. réttablaðið/Eyþór Launakostnaður skráðra félaga hefur almennt vaxið hraðar en tekjur og rekstrarhagnaður félaganna frá árinu 2015, samkvæmt athugun Markaðarins. Athugunin leiðir í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum fimmtán félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hefur hækkað á undanförnum fjórum árum en á sama tíma hefur launakostnaður tólf skráðra félaga vaxið umfram rekstrarhagnað þeirra. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að til lengdar geti ekkert atvinnulíf staðið undir viðlíka launahækkunum og sést hafa undanfarin ár. Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segir að það verði „áframhaldandi verkefni á næstunni“ að leita leiða til hagræðingar. Seðlabanki Íslands tekur fram í nýju riti um fjármálastöðugleika að „óljóst“ sé hversu mikið svigrúm fyrirtæki hafi til hagræðingar til þess að mæta launahækkunum. „Hagnaður fyrirtækja hefur vaxið á síðustu árum en verulega hefur hægt á vextinum og vísbendingar eru um að draga muni úr hagnaði þeirra á árinu. Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eru almennt svartsýnni nú en þeir hafa verið undanfarin ár og fleiri en áður búast við því að hagnaður verði minni í ár en í fyrra,“ segir jafnframt í riti Seðlabankans. Launakostnaður í atvinnulífinu hefur hækkað skarpt á undanförnum árum en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands námu launahækkanir 26,8 prósentum frá júlí 2015 til júlí 2018. Á sama tímabili hækkaði raungengi á mælikvarða launa um meira en 50 prósent sem þýðir að launakostnaður á Íslandi hækkaði um meira en 50 prósent umfram launakostnað keppinauta erlendis.Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar.Hærri launakostnaður hefur þrýst á verðhækkanir og hafa ýmsir þjónustuliðir, eins og þeir eru skilgreindir af Hagstofunni, hækkað um tugi prósenta í verði á undanförnum þremur árum. Eru það síður vinnuaflsfrekar atvinnugreinar sem ráða við miklar launahækkanir en sem dæmi hækkaði verð á hótel-, póst- og heimilisþjónustu á bilinu 23 til 27 prósent frá ágúst 2015 til ágúst 2018. Ólík launaþróun erlendis Ari segir að frá því í maí 2015 og fram í júlí 2018 hafi vegið meðaltal samningsbundinna launahækkana hjá Mjólkursamsölunni numið yfir 40 prósentum. „Ég held að það þurfi ekki að hafa mörg orð um að ekkert atvinnulíf stendur undir slíkri þróun til lengdar. Og það er alveg ljóst að þessi þróun er í engu samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkar,“ nefnir hann og bendir meðal annars á að raungengi krónunnar hafi hækkað verulega undanfarin ár sem skaði samkeppnisstöðu fyrirtækja. Finnur bendir á að hjá Origo hafi heildarkostnaður vegna launa og tengdra gjalda aukist umtalsvert á undanförnum árum í takti við kjarasamningsbundnar hækkanir og almenna launaþróun. „Eðlilega hefur þessi kostnaðarauki mikil áhrif á okkar rekstur og hefur afkoma undanfarna fjórðunga verið undir væntingum. Við höfum því leitað leiða til að hagræða í okkar rekstri, meðal annars í launakostnaði, og er ljóst að það verður áframhaldandi verkefni okkar á næstunni,“ nefnir Finnur.Finnur Oddsson, forstjóri OrigoAri segir að af fyrirliggjandi kröfugerðum verkalýðsfélaganna megi ráða að margir telji næga innistæðu fyrir framhaldi á launaþróun síðustu ára. „Það er ekkert launungarmál að ég tel það af og frá. Það er útilokað. Það verður að staldra við og ná andanum áður en lengra er haldið í einhverjum stórkostlegum breytingum.“ Hann segist binda vonir við að deilendur setjist saman og fari betur yfir þau gögn sem liggja fyrir. „Maður trúir ekki öðru en að kjarasamningar verði byggðir á einhverjum forsendum þar sem menn fara yfir tölur og bera saman bækur sínar. Það hlýtur að vera mikið eftir af þeirri vinnu miðað við hvað mikið ber í milli í orðræðunni,“ segir Ari. Hann segir ekki síður mikilvægt við þessar aðstæður – þar sem boginn hafi verið spenntur til hins ítrasta – að stjórnvöld líti til þess hvað þau geti gert til þess að laga starfsumhverfi atvinnulífsins til þess að auðvelda fyrirtækjum að standa undir kostnaðarhækkunum. „Þegar pressan er svona mikil er aldrei mikilvægara að fyrirtæki fái að hagræða og að ekki séu lagðar á atvinnugreinar frekari íþyngjandi byrðar nema brýna nauðsyn beri til. Krónurnar koma úr sama vasa að þessu leytinu til. Kröfur sem auka kostnað í rekstri fyrirtækja, hverju nafni sem þær nefnast, draga úr getu fyrirtækja til þess að standa undir hækkandi launakostnaði.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Viðskipti Tengdar fréttir Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. 23. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Launakostnaður skráðra félaga hefur almennt vaxið hraðar en tekjur og rekstrarhagnaður félaganna frá árinu 2015, samkvæmt athugun Markaðarins. Athugunin leiðir í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum fimmtán félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hefur hækkað á undanförnum fjórum árum en á sama tíma hefur launakostnaður tólf skráðra félaga vaxið umfram rekstrarhagnað þeirra. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að til lengdar geti ekkert atvinnulíf staðið undir viðlíka launahækkunum og sést hafa undanfarin ár. Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segir að það verði „áframhaldandi verkefni á næstunni“ að leita leiða til hagræðingar. Seðlabanki Íslands tekur fram í nýju riti um fjármálastöðugleika að „óljóst“ sé hversu mikið svigrúm fyrirtæki hafi til hagræðingar til þess að mæta launahækkunum. „Hagnaður fyrirtækja hefur vaxið á síðustu árum en verulega hefur hægt á vextinum og vísbendingar eru um að draga muni úr hagnaði þeirra á árinu. Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eru almennt svartsýnni nú en þeir hafa verið undanfarin ár og fleiri en áður búast við því að hagnaður verði minni í ár en í fyrra,“ segir jafnframt í riti Seðlabankans. Launakostnaður í atvinnulífinu hefur hækkað skarpt á undanförnum árum en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands námu launahækkanir 26,8 prósentum frá júlí 2015 til júlí 2018. Á sama tímabili hækkaði raungengi á mælikvarða launa um meira en 50 prósent sem þýðir að launakostnaður á Íslandi hækkaði um meira en 50 prósent umfram launakostnað keppinauta erlendis.Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar.Hærri launakostnaður hefur þrýst á verðhækkanir og hafa ýmsir þjónustuliðir, eins og þeir eru skilgreindir af Hagstofunni, hækkað um tugi prósenta í verði á undanförnum þremur árum. Eru það síður vinnuaflsfrekar atvinnugreinar sem ráða við miklar launahækkanir en sem dæmi hækkaði verð á hótel-, póst- og heimilisþjónustu á bilinu 23 til 27 prósent frá ágúst 2015 til ágúst 2018. Ólík launaþróun erlendis Ari segir að frá því í maí 2015 og fram í júlí 2018 hafi vegið meðaltal samningsbundinna launahækkana hjá Mjólkursamsölunni numið yfir 40 prósentum. „Ég held að það þurfi ekki að hafa mörg orð um að ekkert atvinnulíf stendur undir slíkri þróun til lengdar. Og það er alveg ljóst að þessi þróun er í engu samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkar,“ nefnir hann og bendir meðal annars á að raungengi krónunnar hafi hækkað verulega undanfarin ár sem skaði samkeppnisstöðu fyrirtækja. Finnur bendir á að hjá Origo hafi heildarkostnaður vegna launa og tengdra gjalda aukist umtalsvert á undanförnum árum í takti við kjarasamningsbundnar hækkanir og almenna launaþróun. „Eðlilega hefur þessi kostnaðarauki mikil áhrif á okkar rekstur og hefur afkoma undanfarna fjórðunga verið undir væntingum. Við höfum því leitað leiða til að hagræða í okkar rekstri, meðal annars í launakostnaði, og er ljóst að það verður áframhaldandi verkefni okkar á næstunni,“ nefnir Finnur.Finnur Oddsson, forstjóri OrigoAri segir að af fyrirliggjandi kröfugerðum verkalýðsfélaganna megi ráða að margir telji næga innistæðu fyrir framhaldi á launaþróun síðustu ára. „Það er ekkert launungarmál að ég tel það af og frá. Það er útilokað. Það verður að staldra við og ná andanum áður en lengra er haldið í einhverjum stórkostlegum breytingum.“ Hann segist binda vonir við að deilendur setjist saman og fari betur yfir þau gögn sem liggja fyrir. „Maður trúir ekki öðru en að kjarasamningar verði byggðir á einhverjum forsendum þar sem menn fara yfir tölur og bera saman bækur sínar. Það hlýtur að vera mikið eftir af þeirri vinnu miðað við hvað mikið ber í milli í orðræðunni,“ segir Ari. Hann segir ekki síður mikilvægt við þessar aðstæður – þar sem boginn hafi verið spenntur til hins ítrasta – að stjórnvöld líti til þess hvað þau geti gert til þess að laga starfsumhverfi atvinnulífsins til þess að auðvelda fyrirtækjum að standa undir kostnaðarhækkunum. „Þegar pressan er svona mikil er aldrei mikilvægara að fyrirtæki fái að hagræða og að ekki séu lagðar á atvinnugreinar frekari íþyngjandi byrðar nema brýna nauðsyn beri til. Krónurnar koma úr sama vasa að þessu leytinu til. Kröfur sem auka kostnað í rekstri fyrirtækja, hverju nafni sem þær nefnast, draga úr getu fyrirtækja til þess að standa undir hækkandi launakostnaði.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Viðskipti Tengdar fréttir Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. 23. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. 23. október 2018 18:30
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00