Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2018 14:00 Jamal Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu árið 1958. vísir/getty Það eru meira en þrjár vikur síðan sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi gekk inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og sást aldrei meir. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofunni og segja tyrknesk yfirvöld að morðið hafi verið þaulskipulagt af yfirvöldum í Sádi-Arabíu, en Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Segjast Tyrkir búa yfir sönnunargögnum sem styðja þetta; þeir hafi meðal annars komist yfir ógeðfelldar hljóðupptökur við rannsókn málsins sem ýti undir þá tilgátu að morðið hafi verið skipulagt. Yfirvöld í Sádi-Arabíu þvertóku í fyrstu fyrir það að eitthvað hefði komið fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Hann hefði einfaldlega yfirgefið hana stuttu eftir að hann kom en í síðustu viku viðurkenndu Sádar loks að Khashoggi hefði verið myrtur. Um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða og morðið hafi verið hræðileg mistök. Ýmsir telja yfirlýsingar Sáda í þessa veru ófullnægjandi og vilja meina að sjálfur krónprins landsins, Mohammed bin Salman, hafi komið að því að skipuleggja morðið. Lík Khashoggi hefur enn ekki fundist en fréttastofa Sky sagðist í gær hafa heimildir fyrir því að lík blaðamannsins hefði fundist í garð ræðismanns Sáda í Istanbúl. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram en rétt er að byrja á því að líta á hver Jamal Khashoggi var.Salah bin Jamal Khashoggi (til vinstri), sonur Jamal Khashoggi, hitti í gær krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman (til hægri), vegna morðsins á Kashoggi.vísir/epaEinn virtasti blaðamaður Sáda Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var 59 ára þegar hann var myrtur og lætur eftir sig unnustu, Hatice Cengiz, og fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu. Hann var lengi náinn innsta hring konungsfjölskyldunnar í landinu og varð þekktur fyrir að spyrja gagnrýninna spurninga um stefnu yfirvalda bæði á alþjóðavettvangi sem og heima fyrir. Khashoggi lærði blaðamennsku í Indiana-háskóla í Bandaríkjunum og var fyrsta starf hans í fjölmiðlum hjá dagblaðinu Saudi Gazette. Á árunum 1987 til 1990 starfaði hann fyrir blaðið Asharq-Al-Awsat sem gefið var út í London en í eigu Sáda. Þá skrifaði Khashoggi í átta ár fyrir dagblaðið Al-Hayat. Khashoggi varð þekktur fyrir fréttaskrif sín um Afganistan, Alsír, Kúveit og Mið-Austurlönd á 10. áratug síðustu aldar. Um miðjan 10. áratuginn hitti hann Osama bin Laden nokkrum sinnum og ræddi við hann áður en bin Laden varð leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Kaída. Árið 1999 varð Khashoggi aðstoðarritstjóri dagblaðsins Arab News og gegndi hann því starfi allt til ársins 2003. Þá gerðist hann fjölmiðlaráðgjafi fyrir prinsinn Turki bin Faisal, fyrrverandi forstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, sem var svo sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum á árunum 2005 til 2006. Árið 2007 fór Khashoggi aftur til starfa í fjölmiðlum. Hann var vinsæll álitsgjafi um stjórnmál bæði í sádi-arabísku sjónvarpi og almennt í sjónvarpi í Arabaríkjunum. Óttaðist að verða handtekinn vegna gagnrýni sinnar á yfirvöld í heimalandinu Eftir því sem krónprinsinn bin Salman varð valdameiri í Sádi-Arabíu gerðist Khashoggi æ gagnrýnni á stefnu hans heima fyrir, sérstaklega eftir að loforðum um úrbætur var fylgt eftir með handtökum fjölda fólks og kúgun. Khashoggi féll úr náðinni vegna gagnrýni sinnar á krónprinsinn og fór í sjálfskipaða útlegð í fyrra til Washington-borgar í Bandaríkjunum. Sagði Khashoggi að honum verið skipað að þegja í Sádi-Arabíu og var yfirskrift fyrstu greinarinnar sem hann skrifaði sem pistlahöfundur The Washington Post „Það var ekki alltaf svona kúgandi andrúmsloft í Sádi-Arabíu. Nú er það óbærilegt.“ Khashoggi deildi greininni á Twitter og sagðist ekki hafa verið ánægður með að skrifa hana. Þögn þjónaði hins vegar hvorki heimalandi hans né þeim sem höfðu verið handteknir. Khashoggi sagði að hann óttaðist að verða handtekinn vegna gagnrýni sinnar á yfirvöld í Sádi-Arabíu. „Þeir sem eru handteknir eru ekki einu sinni andófsmenn. Þeir eru einfaldlega með sjálfstæða hugsun,“ sagði Khashoggi í viðtali við breska ríkisútvarpið aðeins þremur dögum áður en hann hvarf. Var viss um að ekkert gæti hent hann á tyrkneskri grundu Khashoggi fór fyrst á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 28. september síðastliðinn. Þar ætlaði hann að sækja skjal sem staðfesti að hann hefði skilið við fyrrverandi eiginkonu sína svo að hann gæti gifst tyrkneskri unnustu sinni, Cengiz. Honum var sagt að hann þyrfti að koma aftur vegna málsins þann 2. október sem hann og gerði.Hann óttaðist ekki að fara á ræðisskrifstofuna í Istanbúl þar sem hann trúði því ekki að eitthvað gæti gerst á tyrkneskri grundu. Jamal var varla áhyggjufullur vegna seinni heimsóknarinnar, skrifaði unnusta hans í The Washington Post. Á eftirlitsmyndavélum sést hvar Khashoggi kemur á skrifstofuna klukkan 13:14 en hann átti bókaðan fund klukkan 13:30. Hann á að hafa sagt vinum sínum að honum hefði verið tekið mjög vel þegar hann fór fyrst á skrifstofuna í september og fullvissaði þá um að hann myndi ekki lenda í neinum vandræðum. Khashoggi lét þó Cengiz hafa tvo farsíma áður en hann fór á skrifstofuna og sagði henni að hún skyldi hringja í ráðgjafa Recep Erdogan, Tyrklandsforseta, ef hann myndi ekki koma út úr húsnæði ræðisskrifstofunnar. Cengiz beið í tíu tíma fyrir utan húsnæðið og kom aftur daginn eftir þar sem Khashoggi hafði ekki enn skilað sér.Fólk mótmælti á sunnudag í Washington-borg í Bandaríkjunum þeim öldungardeildarþingmönnum sem styðja vopnasölu til Sádi-Arabíu.vísir/getty„Það sem Arabaheimurinn þarfnast mest er tjáningarfrelsi“ Fimmtudaginn 4. október birti The Washington Post auða færslu á vef sínum þar sem átti að vera pistill eftir Khashoggi. „Jamal Khashoggi er blaðamaður og rithöfundur frá Sádi-Arabíu og pistlahöfundur fyrir The Washington Post. Orð hans ættu að birtast hér fyrir ofan en ekkert hefur heyrst frá honum frá því hann fór inn á ræðisskrifstofu Sáda síðastliðinn þriðjudag,“ sagði í athugasemd frá ritstjórn blaðsins. Þann 17. október birti The Washington Post svo síðasta pistil Khashoggi en yfirskrift hans var „Það sem Arabaheimurinn þarfnast mest er tjáningarfrelsi.“ Blaðið fékk pistilinn í hendurnar frá þýðanda og aðstoðarmanni Khashoggi daginn eftir að hann hvarf. Blaðið birti pistilinn ekki strax þar sem ritstjórnin vonaðist til þess að hann myndi koma aftur. „Nú verð ég að viðurkenna að það mun ekki gerast. Þetta er síðasti pistillinn hans sem ég mun búa til prentunar. Pistillinn fangar fullkomlega ástríðu hans og stuðning við frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ sagði í athugasemd Karenar Attiah, ritstjóra skoðanapistla í The Washington Post.Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir það að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi fyriskipað morðið.vísir/epa„Við höfum ekkert að fela“ Í meira en tvær vikur neituðu yfirvöld í Sádi-Arabíu því staðfastlega að vita eitthvað um örlög Khashoggi. Krónprinsinn sagði við Bloomberg-fréttastofuna að blaðamaðurinn hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna eftir nokkrar mínútur eða eina klukkustund. „Við höfum ekkert að fela,“ bætti hann við. Khaled bin Salman, prins sem er bróðir krónprinsins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði jafnframt að allar fregnir af hvarfi Khashoggi eða dauða hans væru algjörlega falskar og tilhæfulausar. Þann 20. október greindi hins vegar ríkissjónvarpsstöðin í Sádi-Arabíu frá því að Khashoggi hefði látist eftir slagsmál á ræðisskrifstofunni. Sádi-arabískur embættismaður sagði við Reuters-fréttastofuna að Khashoggi hefði látið lífið eftir kyrkingu þar sem hann hefði barist gegn tilraunum til þess að snúa honum aftur til Sádi-Arabíu. Líki hans hafi svo verið vafið inn í teppi og gefið tyrkneskum „samstarfsmanni“ sem átti að losa sig við það. Einn árásarmannanna klæddi sig síðan í föt blaðamannsins og labbaði af ræðisskrifstofunni. Yfirvöld í Sádi-Arabíu tilkynntu að átján menn hefðu verið handteknir vegna málsins og þá höfðu tveir háttsettir embættismenn verið reknir, þeir Ahmad al-Assiri, aðstoðarforstjóri sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, náinn ráðgjafi krónprinsins. Tveimur dögum síðar, þann 22. október, lýsti utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, atvikinu sem morði og sagði að hræðileg mistök hefðu verið gerð. Hann neitaði því að krónprinsinn hefði fyrirskipað morðið.Frá ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúlvísir/epaSkyldi þegja ef hann vildi halda lífi Erdogan Tyrklandsforseti segir að sterk sönnunargögn bendi til þess að morðið á Khashoggi hafi verið skipulagt með nokkurra daga fyrirvara. Segir forsetinn að fimmtán Sádar hafi komið til Istanbúl með mismunandi flugum dagana og klukkutímana áður en blaðamaðurinn var myrtur. Þeir hafi fjarlægt öryggis- og eftirlitsmyndavélar úr húsnæði ræðisskrifstofunnar áður en Khashoggi kom. Vill Erdogan að réttað verði í Tyrklandi yfir þeim átján manns sem handteknir hafa verið í Sádi-Arabíu vegna morðsins. Tyrkneskir embættismenn hafa sagt að blaðamaðurinn hafi verið pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans svo flutt þaðan. Þeir segja að hljóð- og vídjóupptökur styðji þetta en upptökurnar hafa ekki verið gerðar opinberar og Erdogan hefur ekki minnst á þær. Bæði The Washington Post og tyrkneska dagblaðið Yeni Safak, sem er hliðhollt tyrknesku ríkisstjórninni, hafa eftir tyrkneskum heimildarmönnum sem hafa heyrt upptökurnar að þær sýni að Khashoggi var pyntaður. Yeni Safak skrifar að ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi heyrist segja við einn af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðinu:„Gerið þetta úti. Þið munuð koma mér í vandræði.“ Þá á að heyrast í öðrum einstaklingi segja við ræðismanninn að hann skuli þegja ef hann vilji snúa til baka til Sádi-Arabíu á lífi.Tyrknesk yfirvöld hafa meðal annars leitað að líki Khashoggi hér, í skóginum Belgrad skammt frá Istanbúl.vísir/epaÓljóst hvort að stærstu spurningunni verði einhvern tímann svarað Lík Khashoggi er enn ófundið en meðal annars hefur verið leitað að því í skóginum Belgrad, skammt frá ræðisskrifstofunn í Istanbúl. Tyrkneska lögreglan hefur morðið til rannsóknar og var tyrkneskum lögreglumönnum hleypt inn á ræðisskrifstofuna þann 15. október, tæpum tveimur vikum eftir hvarf Khashoggi, til þess að safna DNA-sýnum. Áður en lögreglumennirnir fóru inn sáust sádi-arabískir embættismenn og hópur ræstitækna yfirgefa bygginguna. Þá hefur verið greint frá því að Erdogan Tyrklandsforseti og Salman bin Adbulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, ætli að skiptast á upplýsingum um málið og hjálpast að við rannsókn þess. Að auki hafa tyrknesk yfirvöld deilt öllum gögnum málsins með bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Víst er að öll kurl eru langt því frá að vera komin til grafar í þessu máli. Ein af stóru spurningunum er augljóslega sú hvar lík Khashoggi var komið fyrir en ætli stærsta spurningin sé ekki sú hvort að krónprinsinn sjálfur, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Hvort að afdráttarlaust svar fáist svo yfir höfuð við þeirri spurningu er með öllu óljóst. Byggt á greinum BBC, Al Jazeera og The Washington Post. Afganistan Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagt Fullyrðingar Tyrklandsforseta stangast á við skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 23. október 2018 09:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Það eru meira en þrjár vikur síðan sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi gekk inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og sást aldrei meir. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofunni og segja tyrknesk yfirvöld að morðið hafi verið þaulskipulagt af yfirvöldum í Sádi-Arabíu, en Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Segjast Tyrkir búa yfir sönnunargögnum sem styðja þetta; þeir hafi meðal annars komist yfir ógeðfelldar hljóðupptökur við rannsókn málsins sem ýti undir þá tilgátu að morðið hafi verið skipulagt. Yfirvöld í Sádi-Arabíu þvertóku í fyrstu fyrir það að eitthvað hefði komið fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Hann hefði einfaldlega yfirgefið hana stuttu eftir að hann kom en í síðustu viku viðurkenndu Sádar loks að Khashoggi hefði verið myrtur. Um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða og morðið hafi verið hræðileg mistök. Ýmsir telja yfirlýsingar Sáda í þessa veru ófullnægjandi og vilja meina að sjálfur krónprins landsins, Mohammed bin Salman, hafi komið að því að skipuleggja morðið. Lík Khashoggi hefur enn ekki fundist en fréttastofa Sky sagðist í gær hafa heimildir fyrir því að lík blaðamannsins hefði fundist í garð ræðismanns Sáda í Istanbúl. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram en rétt er að byrja á því að líta á hver Jamal Khashoggi var.Salah bin Jamal Khashoggi (til vinstri), sonur Jamal Khashoggi, hitti í gær krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman (til hægri), vegna morðsins á Kashoggi.vísir/epaEinn virtasti blaðamaður Sáda Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var 59 ára þegar hann var myrtur og lætur eftir sig unnustu, Hatice Cengiz, og fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu. Hann var lengi náinn innsta hring konungsfjölskyldunnar í landinu og varð þekktur fyrir að spyrja gagnrýninna spurninga um stefnu yfirvalda bæði á alþjóðavettvangi sem og heima fyrir. Khashoggi lærði blaðamennsku í Indiana-háskóla í Bandaríkjunum og var fyrsta starf hans í fjölmiðlum hjá dagblaðinu Saudi Gazette. Á árunum 1987 til 1990 starfaði hann fyrir blaðið Asharq-Al-Awsat sem gefið var út í London en í eigu Sáda. Þá skrifaði Khashoggi í átta ár fyrir dagblaðið Al-Hayat. Khashoggi varð þekktur fyrir fréttaskrif sín um Afganistan, Alsír, Kúveit og Mið-Austurlönd á 10. áratug síðustu aldar. Um miðjan 10. áratuginn hitti hann Osama bin Laden nokkrum sinnum og ræddi við hann áður en bin Laden varð leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Kaída. Árið 1999 varð Khashoggi aðstoðarritstjóri dagblaðsins Arab News og gegndi hann því starfi allt til ársins 2003. Þá gerðist hann fjölmiðlaráðgjafi fyrir prinsinn Turki bin Faisal, fyrrverandi forstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, sem var svo sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum á árunum 2005 til 2006. Árið 2007 fór Khashoggi aftur til starfa í fjölmiðlum. Hann var vinsæll álitsgjafi um stjórnmál bæði í sádi-arabísku sjónvarpi og almennt í sjónvarpi í Arabaríkjunum. Óttaðist að verða handtekinn vegna gagnrýni sinnar á yfirvöld í heimalandinu Eftir því sem krónprinsinn bin Salman varð valdameiri í Sádi-Arabíu gerðist Khashoggi æ gagnrýnni á stefnu hans heima fyrir, sérstaklega eftir að loforðum um úrbætur var fylgt eftir með handtökum fjölda fólks og kúgun. Khashoggi féll úr náðinni vegna gagnrýni sinnar á krónprinsinn og fór í sjálfskipaða útlegð í fyrra til Washington-borgar í Bandaríkjunum. Sagði Khashoggi að honum verið skipað að þegja í Sádi-Arabíu og var yfirskrift fyrstu greinarinnar sem hann skrifaði sem pistlahöfundur The Washington Post „Það var ekki alltaf svona kúgandi andrúmsloft í Sádi-Arabíu. Nú er það óbærilegt.“ Khashoggi deildi greininni á Twitter og sagðist ekki hafa verið ánægður með að skrifa hana. Þögn þjónaði hins vegar hvorki heimalandi hans né þeim sem höfðu verið handteknir. Khashoggi sagði að hann óttaðist að verða handtekinn vegna gagnrýni sinnar á yfirvöld í Sádi-Arabíu. „Þeir sem eru handteknir eru ekki einu sinni andófsmenn. Þeir eru einfaldlega með sjálfstæða hugsun,“ sagði Khashoggi í viðtali við breska ríkisútvarpið aðeins þremur dögum áður en hann hvarf. Var viss um að ekkert gæti hent hann á tyrkneskri grundu Khashoggi fór fyrst á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 28. september síðastliðinn. Þar ætlaði hann að sækja skjal sem staðfesti að hann hefði skilið við fyrrverandi eiginkonu sína svo að hann gæti gifst tyrkneskri unnustu sinni, Cengiz. Honum var sagt að hann þyrfti að koma aftur vegna málsins þann 2. október sem hann og gerði.Hann óttaðist ekki að fara á ræðisskrifstofuna í Istanbúl þar sem hann trúði því ekki að eitthvað gæti gerst á tyrkneskri grundu. Jamal var varla áhyggjufullur vegna seinni heimsóknarinnar, skrifaði unnusta hans í The Washington Post. Á eftirlitsmyndavélum sést hvar Khashoggi kemur á skrifstofuna klukkan 13:14 en hann átti bókaðan fund klukkan 13:30. Hann á að hafa sagt vinum sínum að honum hefði verið tekið mjög vel þegar hann fór fyrst á skrifstofuna í september og fullvissaði þá um að hann myndi ekki lenda í neinum vandræðum. Khashoggi lét þó Cengiz hafa tvo farsíma áður en hann fór á skrifstofuna og sagði henni að hún skyldi hringja í ráðgjafa Recep Erdogan, Tyrklandsforseta, ef hann myndi ekki koma út úr húsnæði ræðisskrifstofunnar. Cengiz beið í tíu tíma fyrir utan húsnæðið og kom aftur daginn eftir þar sem Khashoggi hafði ekki enn skilað sér.Fólk mótmælti á sunnudag í Washington-borg í Bandaríkjunum þeim öldungardeildarþingmönnum sem styðja vopnasölu til Sádi-Arabíu.vísir/getty„Það sem Arabaheimurinn þarfnast mest er tjáningarfrelsi“ Fimmtudaginn 4. október birti The Washington Post auða færslu á vef sínum þar sem átti að vera pistill eftir Khashoggi. „Jamal Khashoggi er blaðamaður og rithöfundur frá Sádi-Arabíu og pistlahöfundur fyrir The Washington Post. Orð hans ættu að birtast hér fyrir ofan en ekkert hefur heyrst frá honum frá því hann fór inn á ræðisskrifstofu Sáda síðastliðinn þriðjudag,“ sagði í athugasemd frá ritstjórn blaðsins. Þann 17. október birti The Washington Post svo síðasta pistil Khashoggi en yfirskrift hans var „Það sem Arabaheimurinn þarfnast mest er tjáningarfrelsi.“ Blaðið fékk pistilinn í hendurnar frá þýðanda og aðstoðarmanni Khashoggi daginn eftir að hann hvarf. Blaðið birti pistilinn ekki strax þar sem ritstjórnin vonaðist til þess að hann myndi koma aftur. „Nú verð ég að viðurkenna að það mun ekki gerast. Þetta er síðasti pistillinn hans sem ég mun búa til prentunar. Pistillinn fangar fullkomlega ástríðu hans og stuðning við frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ sagði í athugasemd Karenar Attiah, ritstjóra skoðanapistla í The Washington Post.Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir það að Mohammed bin Salman, krónprins, hafi fyriskipað morðið.vísir/epa„Við höfum ekkert að fela“ Í meira en tvær vikur neituðu yfirvöld í Sádi-Arabíu því staðfastlega að vita eitthvað um örlög Khashoggi. Krónprinsinn sagði við Bloomberg-fréttastofuna að blaðamaðurinn hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna eftir nokkrar mínútur eða eina klukkustund. „Við höfum ekkert að fela,“ bætti hann við. Khaled bin Salman, prins sem er bróðir krónprinsins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði jafnframt að allar fregnir af hvarfi Khashoggi eða dauða hans væru algjörlega falskar og tilhæfulausar. Þann 20. október greindi hins vegar ríkissjónvarpsstöðin í Sádi-Arabíu frá því að Khashoggi hefði látist eftir slagsmál á ræðisskrifstofunni. Sádi-arabískur embættismaður sagði við Reuters-fréttastofuna að Khashoggi hefði látið lífið eftir kyrkingu þar sem hann hefði barist gegn tilraunum til þess að snúa honum aftur til Sádi-Arabíu. Líki hans hafi svo verið vafið inn í teppi og gefið tyrkneskum „samstarfsmanni“ sem átti að losa sig við það. Einn árásarmannanna klæddi sig síðan í föt blaðamannsins og labbaði af ræðisskrifstofunni. Yfirvöld í Sádi-Arabíu tilkynntu að átján menn hefðu verið handteknir vegna málsins og þá höfðu tveir háttsettir embættismenn verið reknir, þeir Ahmad al-Assiri, aðstoðarforstjóri sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, náinn ráðgjafi krónprinsins. Tveimur dögum síðar, þann 22. október, lýsti utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, atvikinu sem morði og sagði að hræðileg mistök hefðu verið gerð. Hann neitaði því að krónprinsinn hefði fyrirskipað morðið.Frá ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúlvísir/epaSkyldi þegja ef hann vildi halda lífi Erdogan Tyrklandsforseti segir að sterk sönnunargögn bendi til þess að morðið á Khashoggi hafi verið skipulagt með nokkurra daga fyrirvara. Segir forsetinn að fimmtán Sádar hafi komið til Istanbúl með mismunandi flugum dagana og klukkutímana áður en blaðamaðurinn var myrtur. Þeir hafi fjarlægt öryggis- og eftirlitsmyndavélar úr húsnæði ræðisskrifstofunnar áður en Khashoggi kom. Vill Erdogan að réttað verði í Tyrklandi yfir þeim átján manns sem handteknir hafa verið í Sádi-Arabíu vegna morðsins. Tyrkneskir embættismenn hafa sagt að blaðamaðurinn hafi verið pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans svo flutt þaðan. Þeir segja að hljóð- og vídjóupptökur styðji þetta en upptökurnar hafa ekki verið gerðar opinberar og Erdogan hefur ekki minnst á þær. Bæði The Washington Post og tyrkneska dagblaðið Yeni Safak, sem er hliðhollt tyrknesku ríkisstjórninni, hafa eftir tyrkneskum heimildarmönnum sem hafa heyrt upptökurnar að þær sýni að Khashoggi var pyntaður. Yeni Safak skrifar að ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi heyrist segja við einn af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðinu:„Gerið þetta úti. Þið munuð koma mér í vandræði.“ Þá á að heyrast í öðrum einstaklingi segja við ræðismanninn að hann skuli þegja ef hann vilji snúa til baka til Sádi-Arabíu á lífi.Tyrknesk yfirvöld hafa meðal annars leitað að líki Khashoggi hér, í skóginum Belgrad skammt frá Istanbúl.vísir/epaÓljóst hvort að stærstu spurningunni verði einhvern tímann svarað Lík Khashoggi er enn ófundið en meðal annars hefur verið leitað að því í skóginum Belgrad, skammt frá ræðisskrifstofunn í Istanbúl. Tyrkneska lögreglan hefur morðið til rannsóknar og var tyrkneskum lögreglumönnum hleypt inn á ræðisskrifstofuna þann 15. október, tæpum tveimur vikum eftir hvarf Khashoggi, til þess að safna DNA-sýnum. Áður en lögreglumennirnir fóru inn sáust sádi-arabískir embættismenn og hópur ræstitækna yfirgefa bygginguna. Þá hefur verið greint frá því að Erdogan Tyrklandsforseti og Salman bin Adbulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, ætli að skiptast á upplýsingum um málið og hjálpast að við rannsókn þess. Að auki hafa tyrknesk yfirvöld deilt öllum gögnum málsins með bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Víst er að öll kurl eru langt því frá að vera komin til grafar í þessu máli. Ein af stóru spurningunum er augljóslega sú hvar lík Khashoggi var komið fyrir en ætli stærsta spurningin sé ekki sú hvort að krónprinsinn sjálfur, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Hvort að afdráttarlaust svar fáist svo yfir höfuð við þeirri spurningu er með öllu óljóst. Byggt á greinum BBC, Al Jazeera og The Washington Post.
Afganistan Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagt Fullyrðingar Tyrklandsforseta stangast á við skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 23. október 2018 09:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15
Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagt Fullyrðingar Tyrklandsforseta stangast á við skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 23. október 2018 09:57