Leigjendur ósáttir við Airbnb frumvarp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 15:00 Leigjendur geta ekki leigt heimili sitt út á Airbnb verði frumvarp ráðherra að lögum. Vísir/vilhelm Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar. Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar.
Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00