Stærðarmunur á þolanda og ákærða svo mikill að ekki var fallist á nauðvörn Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2018 13:34 Héraðsdómur Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur. Dómsmál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur.
Dómsmál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira