Vitleysa reiðinnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. október 2018 08:00 En sá sem reiður er, hann er vitlaus, sagði sá lærði maður Jón Vídalín. Svo margt djúpviturt hafði Vídalín að segja um reiðina að kalla má hann mann allra tíma. Vissulega var það ekki skoðun Vídalíns að menn ættu aldrei að reiðast, hann gerði sér fyllilega grein fyrir að til er nokkuð sem heitir réttlát reiði. Hann varaði hins vegar við þeirri reiði sem eitrar út frá sér og veldur sömuleiðis skaða þeim sem lætur hana taka af sér völdin. Reiði getur auðveldlega rænt mann viti og flæmir um leið skynsemina á braut. Hin áminnandi rödd Vídalíns er þó ekki líkleg til að slá í gegn á öllum stöðum. Vídalín myndi sem dæmi örugglega ekki fá mörg like á lokuðum Facebook-síðum þar sem kynin keppast við að koma rothöggi hvort á annað. Þar hópa karlmenn sig saman og níða niður konur sem þeim finnst ógna tilveru sinni, gott ef þær eru ekki komnar vel á veg með að leggja líf þeirra í rúst. Konur hafa síðan umráð yfir eigin Facebook-síðum þar sem karlmenn eru afgreiddir sem andstyggileg fyrirbæri sem séu stöðugt til leiðinda og ama. Á lokuðum Facebook-síðum baðar fólk sig í svívirðingum, reynir stöðugt að toppa hvað annað og finnst sér yfirleitt takast alveg ágætlega upp. Hið grimmilega kynjastríð á Facebook fer að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks sem kemur ekki auga á ógnina sem á að felast í samskiptum við hitt kynið. Það sér fréttir af reiða fólkinu á netmiðlum fjölmiðla og að sjálfsögðu hváir það, því sjálfu myndi því aldrei koma til hugar að láta út sér hluti eins og sagðir eru á þessum síðum. Það þýðir ekki að fólk sem er yfirvegað sé skaplaust, það hefur skap, en er ekki svo illa innrætt og ókurteist að það leyfi sér að hella úr skálum reiðir sinnar yfir aðra. Almennt kann fólk sig og er annt um mannorð sitt. Enda verður það sér ekki auðveldlega til skammar, eins og fólkið á lokuðu Facebook-síðunum. Kannski er það bara ágæt skipting að fólk sem leggur greinilega ekkert upp úr kurteisi fái útrás fyrir gremju og frústrasjónir í lokuðum klúbbi, innan um einstaklinga sem eru orðnir fangar reiðinnar. Einhvers staðar verða vondir að vera. En ósköp hljómar það ankannalega þegar þessir einstaklingar neita að horfast í augu við að sitthvað sé athugavert við orðbragð þeirra. Þeir segjast vera í heilagri baráttu fyrir mannréttindum sem hitt kynið vill hafa af þeim. Um leið á málstaðurinn að vera svo brýnn og mikilvægur að ekki sé hægt að vera á rangri braut. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert réttlætanlegt við fyrirlitningu á hinu kyninu. Eins og hinn góði og merki Vídalín benti á þá drepur sá sem lætur reiðina stjórna sér „gott mannorð sitt, hann drepur góða samvisku, já, sálina ef til vill, ef hann meltir reiðina með sér þar til hún úldnar í hjartanu.“ Þetta kallast svo sannarlega að hitta naglann á höfuðið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
En sá sem reiður er, hann er vitlaus, sagði sá lærði maður Jón Vídalín. Svo margt djúpviturt hafði Vídalín að segja um reiðina að kalla má hann mann allra tíma. Vissulega var það ekki skoðun Vídalíns að menn ættu aldrei að reiðast, hann gerði sér fyllilega grein fyrir að til er nokkuð sem heitir réttlát reiði. Hann varaði hins vegar við þeirri reiði sem eitrar út frá sér og veldur sömuleiðis skaða þeim sem lætur hana taka af sér völdin. Reiði getur auðveldlega rænt mann viti og flæmir um leið skynsemina á braut. Hin áminnandi rödd Vídalíns er þó ekki líkleg til að slá í gegn á öllum stöðum. Vídalín myndi sem dæmi örugglega ekki fá mörg like á lokuðum Facebook-síðum þar sem kynin keppast við að koma rothöggi hvort á annað. Þar hópa karlmenn sig saman og níða niður konur sem þeim finnst ógna tilveru sinni, gott ef þær eru ekki komnar vel á veg með að leggja líf þeirra í rúst. Konur hafa síðan umráð yfir eigin Facebook-síðum þar sem karlmenn eru afgreiddir sem andstyggileg fyrirbæri sem séu stöðugt til leiðinda og ama. Á lokuðum Facebook-síðum baðar fólk sig í svívirðingum, reynir stöðugt að toppa hvað annað og finnst sér yfirleitt takast alveg ágætlega upp. Hið grimmilega kynjastríð á Facebook fer að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks sem kemur ekki auga á ógnina sem á að felast í samskiptum við hitt kynið. Það sér fréttir af reiða fólkinu á netmiðlum fjölmiðla og að sjálfsögðu hváir það, því sjálfu myndi því aldrei koma til hugar að láta út sér hluti eins og sagðir eru á þessum síðum. Það þýðir ekki að fólk sem er yfirvegað sé skaplaust, það hefur skap, en er ekki svo illa innrætt og ókurteist að það leyfi sér að hella úr skálum reiðir sinnar yfir aðra. Almennt kann fólk sig og er annt um mannorð sitt. Enda verður það sér ekki auðveldlega til skammar, eins og fólkið á lokuðu Facebook-síðunum. Kannski er það bara ágæt skipting að fólk sem leggur greinilega ekkert upp úr kurteisi fái útrás fyrir gremju og frústrasjónir í lokuðum klúbbi, innan um einstaklinga sem eru orðnir fangar reiðinnar. Einhvers staðar verða vondir að vera. En ósköp hljómar það ankannalega þegar þessir einstaklingar neita að horfast í augu við að sitthvað sé athugavert við orðbragð þeirra. Þeir segjast vera í heilagri baráttu fyrir mannréttindum sem hitt kynið vill hafa af þeim. Um leið á málstaðurinn að vera svo brýnn og mikilvægur að ekki sé hægt að vera á rangri braut. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert réttlætanlegt við fyrirlitningu á hinu kyninu. Eins og hinn góði og merki Vídalín benti á þá drepur sá sem lætur reiðina stjórna sér „gott mannorð sitt, hann drepur góða samvisku, já, sálina ef til vill, ef hann meltir reiðina með sér þar til hún úldnar í hjartanu.“ Þetta kallast svo sannarlega að hitta naglann á höfuðið!
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun